fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

17 sjómanna saknað í Barentshafi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil leit stendur nú yfir í Barentshafi að 17 sjómönnum sem er saknað eftir að 358 tonna fiskiskip sökk þar í morgun. Tveimur hefur verið bjargað. Skipið sökk nærri Novaja Zemlya í Arkhangelsk að sögn Tass fréttastofunnar. Tilkynning um slysið barst klukkan 05.30 að staðartíma.

Fimm skip hafa verið send á vettvang til leitar. Rússnesk yfirvöld tilkynntu norskum björgunaraðilum um slysið í nótt en Norðmenn hafa ekki sent aðstoð á vettvang þar sem slysið átti sér stað langt inni í rússneskri landhelgi.

Rússnesk yfirvöld segja að báturinn hafi sokkið vegna ísingar. Mjög hvasst er á slysstað og slæmt veður og mikil hætta á ísingu. Ekki er hægt að nota flugvélar eða þyrlur við leitina vegna veðurs. Þeir tveir, sem var bjargað, voru í blautbúningum.

Tass segir að skipið heiti Onega og hafi haldið til veiða frá Kirkenes þann 14. desember. Skipið var smíðað 1979 og er 358 tonn að stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali