fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Geimfarið Hope kemur til Mars 9. febrúar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. desember 2020 19:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfarið Hope, sem Sameinðu arabísku furstadæmin, sendu á loft í júlí kemur til Mars þann 9. febrúar næstkomandi ef ekkert óvænt kemur upp á. Þriðja og síðasta stóra stefnubreyting geimfarsins var gerð 10. nóvember. Í desember verður minniháttar stefnubreyting gerð og er geimfarið þá tilbúið til að fara á braut um Mars í febrúar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að geimfarinu sé ætlað að gera rannsóknir á andrúmslofti Mars og geta þær í raun hafist fyrr en áætlað var þar sem ekki þarf að gera fleiri stórar stefnubreytingar.

Um borð í geimfarinu eru þrjú sérhönnuð mælitæki sem eiga að rannsaka þunnt andrúmsloft plánetunnar.

Með komu Hope til Mars verða enn ein tímamótin í rannsóknum á Rauðu plánetunni því Sameinuðu arabísku furstadæmin verða þá fimmta ríkið eða bandalag til að senda geimfar þangað. Áður hafa Bandaríkin, Rússland, Evrópa og Indland sent geimför þangað.

Auk Hope eru Tianwen, frá Kína, og Perseverance, frá Bandaríkjunum, á leið til Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi