fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mikið tap Ryanair vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 17:15

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair saka ríkisstjórnir ESB-ríkjanna um lélega stjórnun í tengslum við ákvarðanir um flug nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þessi gagnrýni var sett fram í sex mánaða uppgjöri félagsins sem var birt um helgina.

Samkvæmt frétt Sky News þá tapaði Ryanair 178 milljónum punda á sex mánaða tímabili sem endaði í september. Á sama tíma á síðasta ári nam hagnaður félagsins 1,1 milljarði punda. Farþegum fækkaði um 80% á milli ára og voru 17 milljónir það sem af er rekstrarárinu. Fyrirtækið segir ekki geta sagt til um endanlega rekstrarniðurstöðu rekstrarársins, sem lýkur í mars, nema hvað búast megi við enn meira tapi.

Í uppgjörinu kemur fram að félagið vænti þess að flytja 38 milljónir farþega á rekstrarárinu en það geti haft áhrif ef ríkisstjórnir aðildarríkja ESB haldi áfram að viðhafa lélega stjórnun hvað varðar flugiðnaðinn og haldi áfram ósamhæfðum aðgerðum hvað varðar ferðalög fólks.

Ryanair reiknar með mikilli eftirspurn eftir flug næsta sumar og að farþegafjöldinn verði 50 til 80% af því sem hann var fyrir heimsfaraldurinn. Þá vonast félagið til aukinnar arðsemi með tilkomu nýrra flugvéla af gerðinni Boeing 737 MAX en félagið á von á 30 slíkum vélum hið minnsta þegar Boeing verður búið að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp varðandi vélar af þessari gerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“