fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Sakfelld fyrir kynferðisofbeldi gegn 17 ára nemanda sínum – Hann líktist manninum mínum svo mikið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 07:01

Laura Bucy. Mynd: Twinsburg Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Bucy, 32 ára, kennari í Ohio í Bandaríkjunum var nýlega dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt 17 ára pilt, sem hún kenndi, kynferðislegu ofbeldi.  Hún á þó möguleika á að vera látin laus eftir hálft ár ef hún hegðar sér vel í fangelsinu.

People skýrir frá þessu. Segir blaðið að Bucy hafi verið handtekin í júní vegna málsins. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér segist hún sjá eftir því sem gerðist og að hún telji þetta ekki endurspegla þá persónu sem hún er og að svona lagað muni aldrei gerast aftur.

Við yfirheyrslur sagði hún lögreglunni að hún hefði stundað kynlíf með piltinum þegar hann var 17 ára árið 2017. Það gerðist skömmu eftir að hún byrjaði að kenna honum. Hún játaði einnig að hafa sent honum óviðeigandi skilaboð og að hafa keypt rafrettur og hass handa honum.

Hún sagði einnig að pilturinn hefði líkst eiginmanni hennar svo mikið og ekki nóg með það því hann hefði einnig verið eins í framkomu.

Auk fangelsisdómsins verður nafn hennar sett á skrá yfir kynferðisbrotamenn en það þýðir að hún þarf að mæta til skráningar hjá yfirvöldum á þriggja mánaða fresti til æviloka.

Foreldrar piltsins kröfðust þess að Bucy yrði dæmd í fangelsi.

„Þú hefur algjörlega eyðilagt þennan pilt. Við óttumst að hann verði aldrei samur á nýjan leik.“

Faðirinn sagði einnig að pilturinn hafi átt mjög erfitt eftir þetta því hann mátti ekki skýra frá því að hann hefði stundað kynlíf með Bucy því hún gæti þá misst vinnuna og börnin sín.

Móðir hans lagði áherslu á að pilturinn muni ekki geta upplifað eðlilegt kynlíf eftir ofbeldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída