fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

„Kynlífsþræla“-presturinn fannst látinn – Ásakaður um alvarlegan glæp

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 20:30

Keith Crist og Séra Peter Miqueli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Peter Miqueli fannst látin í húsi sínu í bænum BrickNew Jersey-fylki, Bandaríkjunum. Hann var einungis 57 ára gamall. Frá þessu greinir The New York Post.

Peter komst í fjölmiðla árið 2015 þegar hann var ásakaður um að stela verðmætum úr sjóði Saint Frances de Chantal-kirkjunni í Bronx-hverfi New York-borgar, en þar var hann prestur. Verðmætin voru metin á allt að eina milljón Bandaríkjadali.

Samkvæmt frétt The New York Post, er ekki er vitað hvort að einhver niðurstaða hafi fengist, eða dómur fallið í málinu.

„Kynlífsþræla“-presturinn

Hann var kærður af sóknarmeðlimum kirkjunnar sem vildu meina að hann notaði styrki sem kirkjan fengi til einkanota. Hann hefði til að mynda keypt sér húsið í Brick, fjármagnað eiturlyfjaneyslu og farið í ríkuleg ferðalög.

Mesta athygli vakti þó að presturinn á að hafa eitt háum fjárhæðum í Keith Crist sem að stundaði hlutverka-kynlíf með honum. Þá á Peter einnig að hafa borgað leigu hans.

Peter á að hafa borgað Keith þúsund dollara í hvert skipti sem þeir stunduð BDSM-kynlíf. Í hlutverkaleiknum á Keith Crist að hafa verið „meistarinn“, en Peter „kynlífsþræll“.

Bróðirinn veit ekkert meira

Lögregla fann lík prestsins á heimili hans síðastliðin þriðjudag. Haft er eftir Joseph Miqueli, bróður Peter, að hann hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar um andlátið.

„Ég veit ekkert meira. Lögreglan átti að hringja aftur í mig, en hún hefur ekkert gert það,“

Bræðurnir höfðu átt í mjög litlum samskiptum síðastliðin ár. Þann sjöunda júlí síðastliðin átti Peter afmæli og þá sendi Joseph honum afmæliskveðju, en fékk ekkert svar. Hann segist þó ekki hafa fengið svar við þeim síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi