fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Pressan

Hræðilegt ástand í ítölskum bæ – Dánartilkynningar fylla nú 10 síður í dagblaðinu í stað einnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. mars 2020 18:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Bergamo ríkir skelfingarástand vegna COVID-19 kórónuveirunnar. Í þessum 120.000 manna bæ var fólk jarðsett á hálftímafresti í yfirfullum kirkjugarðinum. Á venjulegum degi er ekki meira en ein síða með dánartilkynningum og minningargreinum í bæjardagblaðinu L‘Eco d‘ Bergamo. En undanfarna daga hafa síðurnar verið tíu.

Bergamo er í Langbarðalandi en þar hefur COVID-19 veiran verið skæðust fram að þessu. Í síðustu viku létust rúmlega 150 manns þar af völdum veirunnar.

Tíst á Twitter sýnir vel hversu ógnvænleg þróunin hefur verið. Sýnt er þegar dagblaði frá 9. febrúar er flett og sést þá að dánartilkynningar og minningargreinar taka eina síðu. Þennan dag höfðu yfirvöld aðeins skráð þrjú tilfelli af COVID-19. Því næst er blaði frá 13. mars flett. Þá höfðu 17.600 smit verið staðfest og 1.268 höfðu látist af völdum veirunnar. Á þessum degi tóku dánartilkynningar og minningargreinar tíu síður í blaðinu.

Enn fjölgar smituðum og dánum í héraðinu og álagið á heilbrigðiskerfið er gríðarlegt. The Telegraph segir að þetta hafi valdið því að sjúklingar eldri en 80 ára og þeir sem glíma almennt við slæmt heilsufar fái ekki meðhöndlun á sjúkrahúsm í héraðinu.

Christian Salaroli, læknir, sagði í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sacra:

„Ef sjúklingur er 80-95 ára og með alvarlega öndunarörðugleika og fleiri en þrjú mikilvæg líffæri starfa ekki eðlilega þýðir það að dánartíðnin er 100 prósent. Við getum ekki gert kraftaverk.“

Samhliða því að dánartíðnin eykst í Bergamo aukast vandamálin. Útfarir hafa nú verið bannað og líkkistur hrúgast upp hjá útfararstjórum, í kapellum, í kirkjum og líkbrennslum sem starfa allan sólarhringinn til að reyna að halda í við þessa skelfilegu þróun. Áður en bann við útförum tók gildi fór að minnsta kosti ein útför fram á hálftímafresti í yfirfullum kirkjugarði bæjarins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir