fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

5 ára skólaus stúlka stöðvaði parið – Síðan leiddi hún þau inn í skóginn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 06:00

Lexi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ágústdegi 2015 var Angela á heimleið í bílnum sínum með 5 ára dóttur sinni, Lexi, og 10 vikna gömlum syni, Peter. Þetta var í Kanada þar sem þau búa. Á leiðinni fann hún hvernig augnlokinn þyngdust og þyngdust. Hún var mjög þreytt og hugðist aka inn á næsta bílastæði til að hvíla sig. En hún komst aldrei svo langt því hún sofnaði áður og fór bíllinn út af veginum og niður bratta brekku.

Angela var meðvitundarlaus og bíllinn sást ekki frá veginum. Staðan virtist vonlaus. En þá greip hetjan Lexi inn í. Hún heyrði litla bróður sinn gráta mikið og áttaði sig á að eitthvað var að móður hennar. Hún ákvað því að gera svolítið sem fá 5 ára börn hefðu þorað eða getað.

Hún losaði sig úr bílstólnum og klifraði berfætt út úr bílnum og upp brekkuna þar til hún komst upp á veginn þar sem hún reyndi að stöðva ökumenn. Par sem kom akandi sá að hér var lítil skólaus stúlka á ferð og ákvað samstundis að stöðva til að aðstoða hana.

Lexi gat sjálf losað sig úr bílstólnum.

Þau hringdu síðan strax í neyðarlínuna og var sjúkrabíll strax sendur á vettvang. Ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Lexi hefði þetta allt getað endað mjög illa. Angela var hryggbrotin og Peter var með blæðingu í heila. En sem betur fer tókst læknum að veita þeim nauðsynlega meðferð svo þau náuð bata.

Lexi var síðar sæmd sérstakri heiðursorðu The Royal Canadian Humane Society fyrir hetjudáð sína og er yngsta manneskjan sem hefur fengið þá orðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca