fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Hvernig endaði hvalur inni í Amazonfrumskóginum?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 23:00

Af hverju endaði hann í Amazonfrumskóginum? Mynd:bicho_dagua

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það veldur vísindamönnum, og eflaust mörgum öðrum, töluverðum höfuðverk þessa dagana að reyna að finna skýringu á hvernig 8 metra langur hnúfubakur endaði inni í Amazonfrumskóginum. Hvalurinn fannst um 15 metra frá Atlantshafsströnd skógarins á Marajo eyju sem er við norðaustur strönd Brasilíu.

Líffræðingar frá Bicho D‘agua stofnuninni, sem eru áhugasamtök sem vinna á Marajo eyju, segja að hvalurinn hafi verið dauður þegar hann rak á land með sterkum straumi og aðfalli. Hann endaði för sína í fenjaviði um 15 metra frá ströndinni.

Um kálf er að ræða, um árs gamlan, 8 metra langan.

Hvalurinn rannsakaður. Mynd:bicho_dagua

Nú er verið að rannsaka af hverju hvalurinn var svona langt frá náttúrulegum heimkynnum sínum að vetrarlagi. Sýni hafa verið tekin úr hræinu til að reyna að komast að hver dánarorsök dýrsins var.

Það var mikið fuglager sem vísaði fólki á hræið en ólíklegt er að það hefði fundið ef fuglar hefðu ekki vísað á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik