fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 07:02

Indverskir lögreglumenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung indversk kona berst nú fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni þegar hún var á leið í dómssal til að bera vitni í nauðgunarmáli. Þar átti hún að bera vitni í máli gegn tveimur körlum sem eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað henni.

BBC segir að þegar konan var á leið á lestarstöð hafi verið ráðist á hana, hún dregin út á akur og kveikt í henni. Lögreglan í Uttar Pradesh, einu ríkja Indlands, hefur handtekið fimm karla vegna árásarinnar. Tveir þeirra eru þeir sem eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað konunni.

Málið hefur kynnt enn frekar undir mótmæli og óróa á Indlandi vegna ofbeldisverka gegn konum en um langa hríð hafa gróf nauðgunarmál, árásir og morð á konum verið í fréttum þar í landi og víða um heim.

BBC segir að indverska lögreglan hafi rannsakað 33.658 nauðgunarmál 2017. Ekki er vitað hversu margar nauðganirnar eru í heild á ári nema hvað að þær séu miklu fleiri en þessi tala segir til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“