fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

„Ég heimsótti Bónus – Þetta er það sem ég sá“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég fór til Íslands var ekki á döfinni að fara í lágvöruverðsverslun en það að frétta af Bónus reyndist vera stór bónus í Reykjavíkurferð minni í síðasta mánuði. Við ætluðum ekki í matvöruverslun í helgarferðinni okkar en okkur vantaði nokkra hluti þar sem taskan hennar kom ekki með frá New York. Þess vegna enduðum við í Bónus.

Svona hefst grein eftir Áien Cain á vef Business Insider Nordic þar sem Bónus er umfjöllunarefnið. Þar segir að greinarhöfundur og vinkonan hafi fyrst heyrt um Bónus frá leigubílstjóra sem ók þeim frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur.

Mynd/Flickr

„Leigubílstjórinn benti okkur á verslun með skilti með glöðum sparibauk þegar við ókum til Reykjavíkur. Hann sagði okkur að Bónus væri ódýrasta matvöruverslunin í bænum og mælti með að við versluðum þar. Reykjavík er hræðilega dýr svo við ákváðum að fara að ráðum leigubílstjórans og kíkja í Bónus.“

Þetta endaði með tveimur ferðum í Bónus og vöktu Bónusvörurnar sérstaka athygli ferðalanganna, safar með bleikum grís utan á og fleiri Bónusvörur. Leiðsögumaður ráðlagði þeim einnig að versla í Bónus og sagði að verðin þar væru betri en annarsstaðar.

Nokkrar umræður hafa orðið á Reddit um Bónus og er ekki annað að sjá en ferðamenn séu ánægðir með verslanir keðjunnar þar sem þeir hafa getað náð sér í nauðsynjar án þess að fara á hausinn.

„Við birgðum okkur upp í Bónus . . . . til að forðast brjálæðisleg verðin á veitingastöðum.“

„Bónus er með mesta matvöruúrval sem ég hef séð á Íslandi.“

„Lágvöruverðsverslunin var fagnaðarefni í dýrri borg eins og Reykjavík“

Hafa viðskiptavinir meðal annars sagt og einn sagði að Bónusburðarpokar væru bestu minjagripirnir frá Íslandsferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann