fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Drap eiginmann sinn með augndropum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 3. september 2018 18:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu og tveggja ára kona í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, Lana Clayton, hefur verið ákærð fyrir að myrða eiginmann sinn. Aðferðin sem Lana er sögð hafa beitt við morðið er athyglisverð en hún er sögð hafa notað augndropa til að koma eiginmanninum fyrir kattarnef.

Krufning á líki hins 64 ára Stephen Clayton leiddi í ljós að í líkama hans var að finna efnið tetrahydrozoline í miklu magni. Efnið finnst í augndropum sem nálgast má í apótekum vestan hafs og hefur Lana játað að hafa blandað augndropunum við vatn sem Stephen drakk.

Þetta er hún sögð hafa gert í nokkra daga og mun Stephen hafa látist vegna eitrunar. Hann fannst látinn á heimili sínu þann 21. júlí síðastliðinn.

Lana á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad