fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Þingmaður braut reglur um notkun vildarpunkta hjá flugfélagi – Greiddi fyrir fjölskyldufrí

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 07:10

Annicka Engblom. Mynd: Johan Fredriksson/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annicka Engblom, þingmaður Moderaterna, braut reglur sænska þingsins um notkun vildarpunkta hjá SAS flugfélaginu. Samkvæmt reglunum eiga þingmenn að nota vildarpunkta, sem þeir afla á ferðum sínum á vegum þingsins, til að greiða fyrir ferðir á vegum þingsins. En Engblom notaði vildarpunkta sína til að greiða fyrir flug fyrir fjölskyldu sína til Flórída fyrir þremur árum.

Það er Aftonbladet sem skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur að undanförnu fjallað um hvernig þingmenn hafa misfarið með almannafé og látið þingið greiða útgjöld sem þeir eiga sjálfir að greiða. Að minnsta kosti tveir þingmenn hafa hætt afskiptum af stjórnmálum í kjölfar umfjöllunar blaðsins.

Engblom sagði í upphafi að hún myndi ekkert eftir þessu en viðurkenndi síðan að hafa notað vildarpunkta til að greiða fyrir flug fjölskyldunnar til Flórída eða nánar tiltekið til að fá betri sæti en hún greiddi fyrir. Hún segir að hér hafi verið um mistök að ræða og að hún muni gera skrifstofu þingsins viðvart sem og skattayfirvöldum. Síðan birti hún færslu á Facebook þar sem hún skýrði frá málinu og sagðist gera þessa leiðréttingu að eigin frumkvæði og minntist ekki á skoðun Aftonbladet á málinu eða samskiptunum við blaðamenn vegna þess.

Aftonbladet hefur farið ofan í kjölinn á flugferðum þeirra 50 flugmanna sem hafa flogið mest frá 2014. Flugmiðar þeirra hafa kostað tæplega 30 milljónir sænskra króna. Flestar ferðirnar hafa verið farnar með SAS og hafa þingmennirnir fengið mörg hundruð þúsund vildarpunkta eða bónuspunkta eins og SAS kallar þetta.

Þingið er með skýrar reglur um notkun punktanna en fylgist ekki með því að þeim sé fylgt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður