fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Líkin fljóta um göturnar í ferðamannaparadísinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 07:20

Frá Mexíkó. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítar sandstrendur, tær sjór, sól, pálmatré og kokteilar. Gæti það verið huggulegra í sumarfríinu? Að liggja á ströndinn og njóta lífsins. Það hafa ferðamenn og heimamenn gert áratugum saman í Cancun í Mexíkó en nú er ástandið þar vægast sagt slæmt vegna glæpa.

Ástralska fréttasíðan News.com.au segir að í borginni fljóti líkin um göturnar, þar á meðal eru sundurhlutuð lík. Í síðustu viku fundust átta lík á götum úti. Þar af voru tvö sem var búið að hluta í litla bita.

Meðal annarra fórnarlamba má nefna mann sem hafði verið bundinn og síðan skotinn. Annar var drepinn á meðan hann lá í hengirúminu sínu.

Morðin eru afleiðing ofbeldisbylgju sem hefur ríkt í þessari ferðamannaparadís það sem af er ári. Milljónir ferðamanna leggja leið sína til Cancun ár hvert en yfirvöld óttast að ferðamönnum muni snarfækka vegna ofbeldisins. Lögreglumönnum í borginni hefur verið fjölgað og þeir vakta nú stöðugt staði sem ferðamenn sækja, til dæmis strendurnar við borgina.

Í vor fjölluðu fjölmiðlar víða um heim um hræðilega ofbeldisöldu sem reið yfir borgina á nokkrum klukkustundum en þá voru 14 morð framin á aðeins 36 klukkustundum. Þá var fjöldi morða í borginni kominn upp fyrir 100 það sem af var ári og enn hefur sú tala hækkað.

Yfirvöld hafa hvatt fólk til að taka þessu rólega og hafa bent á að ofbeldið tengist aðallega Mexíkóum. Í þau örfáu skipti sem útlendingar hafi tengst málunum þá hafi þeir verið viðriðnir eitthvað óeðlilegt eða glæpsamlegt.

Morðin tengjast líklega flest átökum eiturlyfjahringja í landinu. En það er samt sem áður full ástæða fyrir ferðamenn að sýna mikla aðgæslu enda aldrei að vita hvar og hvenær eiturlyfjahringarnir láta til skara skríða og því ekki útilokað að saklaust fólk lendi í skotlínunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad