fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Nonykingz: „Ættum ekki að láta hatrið hafa áhrif á okkur“

Nígeríski rapparinn Nonykingz ætlar að taka íslensku rappsenuna með trompi

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum kom út nýtt lag og myndband með nígeríska tónlistarmanninum Nonykingz sem er búsettur á Akureyri. Í myndbandinu sést Nony flytja lagið sitt Go í snjónum víðs vegar um höfuðborg Norðurlands, en lagið segir hann vera hvatningu til fólks að gefast ekki upp á draumum sínum.

„Ég byrjaði að gera tónlist þegar ég var ellefu eða tólf ára gamall heima í Nígeríu með bróður mínum. Við tókum upp en geymdum það bara á diskum og gáfum ekkert út því foreldrar okkur vildu að við myndum einbeita okkur að skólanum. Það var þannig í mörg ár þangað til í flutti til Filippseyja árið 2014 til að fara í háskólanám. Það var þá sem ég byrjaði að gera mína eigin tónlist,“ segir Nony sem endaði svo loks á Íslandi eftir að hafa fundið ástina og elt hingað til lands.

Nony segir að í laginu Go séu hann að ráðleggja fólki að standa með sjálfu sér: „Maður þarf að segja skilið við allt þetta þykjustunni lið í kringum mann, fólk sem hjálpar manni ekki að vaxa og gera draumana að veruleika, fólk sem segist vera annt um mann en styður mann samt ekki. „Go“ er lagið sem veitir þér hvatningu og lætir þig trúa á sjálfan þig. Sama hvað fólk reynir að draga þig niður skaltu alltaf vera sterkur,“ segir Nony.

„Það verða alltaf áskoranir á vegi manns, hatur og svoleiðis, sérstaklega ef maður er einbeittur og stefnir langt. Ég vildi byrja árið á því að gefa þetta lag út til að sýna sjálfsöryggi og trú mína á sjálfan mig og Guð. Þetta er það sem þetta snýst um, þeir sem hata geta hatað, en við ættum ekki að láta það hafa áhrif á okkur.“

Go er pródúserað af Jomane og myndbandinu er leikstýrt af Weeflag.

Mynbandið við lagið Go má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“