fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Kröfur og kvíði í Kaldóníu

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdsóttir.

Núnó og Júnía er nýtt íslenskt fjölskylduleikrit sem gerist í framtíðarlandinu Kaldóníu þar sem afburðarmennskan er ræktuð af kappi. Þess er vænst af þegnum landsins að þeir geri ætíð betur í dag en þeir gerðu í gær og með reglubundnum frammistöðumælingum eru íbúarnir hvattir til dáða á öllum sviðum. Það eiga alltaf allir að vera á toppnum í Kaldóníu.

En þrátt fyrir þrotlausa vinnu framúrskarandi vísindamanna landsins, hefur enn ekki fundist lækning við Þokunni sem lagst hefur á marga íbúa á liðnum árum. Þokan lýsir sér á þann hátt að líkamspartar virðast hverfa og í svæsnustu tilfellum verður sýktur einstaklingur alveg ósýnilegur. Til þess að forðast smit hafa íbúar Kaldóníu lokað af landsvæði með múr og flutt þangað alla sýkta einstaklinga. Það stöðvar þó ekki smit og dag einn kemst Núnó, afburðareinstaklingur, alheimsmeistari og sendiherra, að því að vinstri handleggurinn á honum er horfinn. Í stað þess að tilkynna sjúkdómseinkennin heldur hann þeim leyndum og lofar strokusjúklingnum Júníu, sem er alveg orðin ósýnileg, að hjálpa henni að finna lækningu. Í leiðangrinum álpast Núnó inn á landsvæði þar sem hippahugsjónir eða einhvers konar barnaleg jafnaðarmennska ríkir meðal íbúa. Þar skarar enginn fram úr, allir una afslappaðir og glaðir við lágmarks verðmætasköpun án nokkurra vandamála. Þessi þáttur var einn veikasti hluti handritsins, bæði vegna pólitískrar einföldunar en ekki síður vegna þess að tækifærið var ekki nýtt til þess dýpka verkið með því að sýna hvaða vandamál eru ráðandi í slíku samfélagi. En allt blessast þetta að lokum og Núnó og Júnía komast að því að efasemdir, kvíði og vanlíðan vegna of mikils álags, valda þokueinkennunum. Lækningin felst í umhyggju og sanngjarnari kröfum til íbúa Kaldóníu.

Leikurinn leið fyrir það hversu flöt textameðferðin var þegar leikið var á móti Júníu, hinni ósýnilegu. Samtölin voru ekki nógu vel skrifuð og leiktæknin ásamt hljóðvinnslu radda gekk ekki upp. Þar hefði þurft að finna betri lausnir. Einnig vann einsleitni íbúa Kaldóníu og hippanna góðu ekki með verkinu, dýpri karaktersköpun í handriti og persónulegri búningar hefðu aukið spennu og dýpt verksins, það skorti bæði flóknari og meira spennandi persónur í verkið.

En margt er líka vel gert og má þar nefna bellibrögðin sem beitt er til þess að búa til ósýnileika Núnós og Júníu. Einnig lýsingu, myndbönd, leikmuni og meðferð leiktjalda sem beitt var með einstaklega fallegum hætti. Dominique Gyðu og Alexander Dantes eru skorður settar í hlutverkum Júníu og Núnós vegna annmarka í handriti og leikstjórn, en bæði Alexander og Bjarni ná hins vegar sjarmerandi leiksprettum í ofsa-þjálfunarbúðum Kaldóníu í fyrri hluta sýningarinnar. Þá er þáttur aukaleikaranna líka góður, vera þeirra á sviðinu var fallega unnin og skapaði ágæta mynd af samfélagi Kaldóníu.

Þrátt fyrir brotalamir í handriti og leikstjórn þá er Núnó og Júnía sýning með brýnt erindi. Boðskapurinn er ekki stappaður upp í áhorfendur, lausnin er kannski full einföld en samt er hér á ferð spennandi og brýnt efni til umræðu og umhugsunar. Börnum með kvíða- og þunglyndiseinkenni fjölgar stöðugt og það auðveldar ekki meðferð þeirra hversu skilningur og fræðsla um sjúkdóminn er takmörkuð. Þetta verk hvetur til umræðu og eykur skilning á andlegum sjúkdómum meðal barna og ungmenna og það er vel gert.

Þrátt fyrir brotalamir í handriti og leikstjórn þá er Núnó og Júnía sýning með brýnt erindi. Boðskapurinn er ekki stappaður upp í áhorfendur, lausnin er kannski full einföld en samt er hér á ferð spennandi og brýnt efni til umræðu og umhugsunar.

Núnó og Júnía leita að lækningu við Þokunni, dularfullu ástandi sem leggst á þau og gerir þau ósýnileg.
Hin ósýnilegu Núnó og Júnía leita að lækningu við Þokunni, dularfullu ástandi sem leggst á þau og gerir þau ósýnileg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“