fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Með og á móti: Stytting vinnutíma

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 17:00

Þessi vill ekki láta stytta vinnuvikuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði

Það á að stytta vinnutíma til að vinnandi fólk á Íslandi geti átt meiri tíma með fjölskyldu og vinum, en líka svo fólk geti átt sín áhugamál og tómstundir. Samkvæmt athugunum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru tækifæri fólks á Íslandi til að njóta frístunda og hugsa um sjálft sig með því minnsta sem gerist í aðildarríkjum stofnunarinnar: Var Ísland í 34. sæti af 38 mögulegum, en Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland voru öll í fyrstu tíu sætunum. Stytting vinnuvikunnar myndi bæta úr, því með styttingunni fengi fólk meiri tíma frá vinnu. Tilraunir Reykjavíkurborgar og ríkisins sýna að slík stytting er möguleg, enda gefist vel.

 

Á móti

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Það er hvimleið og síendurtekin villa að tala um að á Íslandi sé 40 stunda vinnuvika. Í raun er hún 37 stundir að hámarki þegar tekið er mið af kaffitímum og hjá mörgum hópum er hún styttri. SA eru mjög fylgjandi ýmsum tilraunaverkefnum um styttingu vinnuvikunnar en er andvígt því að stytta dagvinnuviku allra með einu pennastriki. Ef það gerist mun launakostnaður hækka um 25%. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu að Frakklandi undanskildu, einkum vegna margra sérstakra frídaga og langs orlofs. Það er ekkert tilefni til þess að stytta hann frekar. Hins vegar felast mikil tækifæri í því að draga verulega úr séríslenskri yfirvinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
Fréttir
Í gær

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“