fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026

Fílaþjálfari myrtur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. desember 2018 19:00

Börn á fílsbaki San gat tvöfaldað tekjur sínar með slíkum ferðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. ágúst, 1928, var lögregluþjónninn Maynard Evans á sinni reglubundnu eftirlitsgöngu í og við Regent’s Park í London. Gangan hafði verið tíðindalítil en á því varð breyting þegar hann gekk fram á slasaðan mann ekki langt frá tapíra-húsi Dýragarðs London. Var þar um að ræða búrmískan fílaþjálfara að nafni San Dwe.

Lítil meiðsli

Farið var með San Dwe á San Pancras-sjúkrahúsið og í ljós kom að meiðsli hans voru ekki alvarleg. Lögreglan hafði engu að síður nokkrar spurningar sem hún vildi fá svör við og sagði San Dwe að hann hefði komið til Englands í nóvember 1927 með Pa Wa, heilagan, hvítan fíl sem Dýragarður London hefði fengið að láni frá auðugum trúarleiðtoga.

Innbrot illmenna

Fílaþjálfarinn Var ekki sáttur við endurkomu Saids Ali.

San Dwe deildi húsnæði með öðrum fílaþjálfara, Indverja að nafni Said Ali. Said var hátt skrifaður hjá dýragarðinum sökum sérþekkingar hans í þjálfun fíla. San Dwe sagði lögreglunni að fjórir menn hefðu brotist inn herbergi hans og Saids, vopnaðir öxum. San hefði náð að flýja með því að stökkva út um gluggann, sem var í 10 metra hæð frá jörðu; þannig hefði hann slasað sig. Said Ali hefði ekki átt slíku láni að fagna.

Spurning vaknar

Lögreglan dreif sig heim til félaganna og þar var lík Saids alblóðugt í rúminu og við hlið hans var öxi. Einnig fann lögreglan blóðugan slaghamar. Yfirmaður rannsóknarinnar, Arthur Askew frá Scotland Yard, tók eftir því að dyrnar að herberginu báru merki barsmíða með slaghamri, sem var í samræmi við frásögn San, en einnig var þar blóð að sjá.

Hvernig, spurði Arthur sjálfan sig, stóð á því að blóð var á utanverðri hurðinni ef slaghamarinn var notaður til að komast inn?

Myrtur vegna peninga

San Dwe var handtekinn og ákærður fyrir morð. Hvað ástæðuna fyrir morðinu varðaði kom í ljós að um var að ræða eina þá algengustu í sögunni; peningar. Þannig var mál með vexti að Said hafði séð um ferðir barna á fílsbaki í dýragarðinum og þannig tekist að nánast tvöfalda tekjur sínar.

Börn á fílsbaki
San gat tvöfaldað tekjur sínar með slíkum ferðum.

Síðan hafði Said farið heim til Indlands um veturinn og San Dwe tekið við af honum, með meðfylgjandi tekjuaukningu.

Dauðadómur mildaður

Þegar Said kom aftur til Englands á vormánuðum og tók aftur við barnaferðunum varð San af miklum tekjum. San hafði þá tekið ákvörðun um að ryðja keppinaut sínum úr vegi með áðurnefndum afleiðingum. San Dwe var dæmdur til dauða en dómurinn síðar mildaður og breytt í lífstíðarfangelsi. Honum var sleppt úr prísundinni árið 1932 og fór heim til Búrma og heyrðist ekkert af honum þaðan í frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Veltir því upp hvort einhver mæti með milljónirnar á borðið fyrir Íslendinginn á næstu sólarhringum

Veltir því upp hvort einhver mæti með milljónirnar á borðið fyrir Íslendinginn á næstu sólarhringum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stórtæku þjófarnir á Hornafirði dæmdir – Metið til refsilækkunar að keyra frá Reykjavík til Egilsstaða

Stórtæku þjófarnir á Hornafirði dæmdir – Metið til refsilækkunar að keyra frá Reykjavík til Egilsstaða
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Þess vegna ættirðu aldrei að skipta á rúminu á morgnana

Þess vegna ættirðu aldrei að skipta á rúminu á morgnana
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja kaupa miðjumann Liverpool á næstu dögum

Vilja kaupa miðjumann Liverpool á næstu dögum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reyndur landsliðsmaður mögulega á leið til Forest – Vilja fá hann á láni út tímabilið

Reyndur landsliðsmaður mögulega á leið til Forest – Vilja fá hann á láni út tímabilið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan segir að hann hafi ekki þolinmæðina í starfið – ,,Þarf að búa með mér og fimm ofvirkum krökkum“

Eiginkonan segir að hann hafi ekki þolinmæðina í starfið – ,,Þarf að búa með mér og fimm ofvirkum krökkum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllir við tilhugsuninni um að Grænland verði eins og Ísland – „Ekki gera sömu mistök“

Hryllir við tilhugsuninni um að Grænland verði eins og Ísland – „Ekki gera sömu mistök“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr fatnaður stórliðsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndirnar

Nýr fatnaður stórliðsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndirnar