fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Furðuleg útbreiðsla Ticino á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 22. apríl 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að flest raflagnakerfi Íslands séu sambærileg þeim sem tíðkast á meginlandi Evrópu þá má finna í mörgum húsum það sem landinn kallar „ítalska kerfið“. Kerfið, sem heitir Ticino, náði útbreiðslu hér á landi á sjöunda og áttunda áratugnum en síðar fór það úr almennri notkun. Margir hafa þó furðað sig á því af hverju kerfið er enn svo útbreitt en það þekkist varla í nágrannalöndunum í dag.

Málmiðnaðar- og raflagnafyrirtækið Ticino var stofnað árið 1936 og árið 1961 kom Magic-serían þeirra á markað. Íslendingar þekkja þetta enda stendur Magic á innstungunum. Þetta sama ár flutti fyrirtækið Falur hf. í Kópavogi kerfið inn til landsins.

Stefnir Helgason kynnir Ticino á Akureyri 1970

Í tísku í Breiðholti

Helgi Þórður Þórðarson, rafvirkjunarkennari í Tækniskólanum, segir að kerfið hafi þótt mikil nýjung á sínum tíma. „Kerfið varð mjög vinsælt af því að það gaf möguleika á því að hafa þrjá rofa í einni dós sem þekktist ekki áður. Þetta er mjög flottur búnaður, alls ekki dýr og er enn notaður í dag. Að vísu má segja að það sé ákveðinn galli að fólk þarf að skipta út öllum klóm á heimilistækjum eða nota millistykki til að tengjast kerfinu.“

Stefnir Helgason, forstjóri Fals, var duglegur að kynna þessa nýjung fyrir landsmönnum. Til dæmis á Akureyri þar sem plastverksmiðjan Bjarg, í eigu Sjálfsbjargar, hóf framleiðslu á rofum og tengidósum fyrir Ticino árið 1970. Fram að þeim tíma hafði allt verið flutt beint inn frá Ítalíu. Helgi segir:

„Þetta komst í tísku um miðjan sjöunda áratuginn þegar Breiðholtið var að byggjast upp. Mig minnir að kerfið hafi verið sett í flestallar nýjar íbúðir sem voru byggðar þar.“

Þessi tíska leið undir lok á níunda áratugnum en nýrri útgáfur Ticino eru enn þá seldar í dag hjá S. Guðjónsson. Auk Íslands og Ítalíu náði Magic-serían töluverðri útbreiðslu í Chile. Stefnir Helgason lést þann 10. apríl síðastliðinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Metnaður fyrir norðan – Vilja sækja mann frá Milan til að byggja ofan á gott gengi

Metnaður fyrir norðan – Vilja sækja mann frá Milan til að byggja ofan á gott gengi
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Guðmundur svarar vinsælli spurningu: Má skera mygluna í burtu frá brauði og borða rest?

Guðmundur svarar vinsælli spurningu: Má skera mygluna í burtu frá brauði og borða rest?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“