fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Stálu vatnsflöskum sem ætlaðar voru þátttakendum í Lundúnamaraþoninu

„Það veldur mér miklum vonbrigðum að sjá þetta“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur óprúttinna einstaklinga gerði sér lítið fyrir og stal birgðum af vatni sem ætlaðar voru þátttakendum í Lundúnamaraþoninu sem fram fór í borginni í dag.

Atvik sem sýnir fjölda fólks stela hundruð vatnsflöskum hefur vakið talsverða athygli í bresku pressunni í dag. Atvikið átti sér stað í Deptford, í suðausturhluta borgarinnar, skömmu eftir að hlauparar fóru af stað. Á myndbandinu má sjá einn þjófinn til að mynda nota trillu sem hann notaði til að ferja góssið.

Hugh Brasher, viðburðastjóri maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum yfir hegðun fólks í samtali við Mail Online. „Það veldur mér miklum vonbrigðum að sjá þetta,“ sagði hann og bætti við að vatnið væri ætlað þátttakendum til að svala þorsta sínum.

Sjálfboðaliðar höfðu komið vatnsbirgðunum fyrir og stóð til að afhenda hlaupurum flöskurnar. „Við brýnum fyrir sjálfboðaliðunum okkar að bregðast ekki við í svona tilfellum,“ segir Hugh og bætir við að málið verði skoðað betur.

Að sögn lögreglu hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“