fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Leiðari

Það er stórkostlegt vera „erfið“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 15. janúar 2021 18:45

Tobba Marinós Mynd: Saga Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófáar konur hafa verið kallaðar erfiðar í gegnum tíðina. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegur hali að draga en kannski þarf að hugsa þessa hugmynd upp á nýtt. Það sem er erfitt leiðir yfirleitt af sér ávinning. Hvort sem það er breytt heimssýn, dýpri skilningur, aukið úthald, eða jafnvel efnahagslegur eða líkamlegur vöxtur.

Það þarf hugrekki til að halda kröfum sínum til streitu og gefa ekki of mikið eftir af þeirri sýn sem lagt er upp með. Að segja upphátt – nei – þetta er í áttina en ekki nógu gott. Ég þarf meira.

Það skiptir máli að láta til sín taka. Að gera sig gildandi og láta um sig muna – heyra sína eigin rödd og vera óhrædd við að synda gegn straumnum.

Já-fólkið gleymir því oft að það að vera alltaf sammála öllum gerir það óþarft. Það bætir engu við. Það er í góðu lagi að vera erfið og láta til sín taka. Það er meira en í lagi. Það er stórkostlegt!

Íslenskt þjóðfélag er byggt á dugnaði. Búskapurinn á þessu kalda og lifandi landi var og er ekkert grín.

Landið ól upp í okkur digra upphandleggsvöðva eftir erfiða útivinnu, þrautseigju, þjóðsögur til að efla andann og löngunina til þess að eignast eitthvað í eigin nafni.

Forsíðuviðtal DV er við Ástu Sigríði Fjeldsted sem tók nýlega við sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Ásta hefur sannarlega gert sig gildandi og er hvergi bangin við að taka slaginn ef þurfa þykir. Í viðtalinu lýsir hún ferð sinni í átt að því að finna jafnvægi milli þess að vinna of mikið en næra samt eldmóðinn. Vilja meira án þess að vinna stanslaust meira. Halda metnaðnum en heilsunni líka.

Metnaðurinn hefur margar hliðar. Metnaður fyrir því að ná langt í starfi, metnaður fyrir andlegri og líkamlegri heilsu, fyrir fjölskyldunni og öllu því sem fylgir að vera gott foreldri. Sem foreldri þekkjum við það mörg að vilja svo innilega gera vel en eiga eina barnið sem er ekki í bleikum fatnaði á „bleika deginum“ en vera með heimabakað nesti gert eftir Pinterest-myndum – eða ekki.

En hvernig gerir maður minna – án þess að gefa of mikið eftir af lífsgæðum sínum?

Ásta ræðir opinskátt um að það sé krefjandi að vera í toppstöðu en velja að minnka við sig. Velja að láta ekki allt lífið snúast um vinnuna. Það þýðir alls ekki að þú sért ekki framúrskarandi í starfi – ég tel að það þýði einmitt það.

Að bestu starfsmennirnir séu ekki endilega þeir sem slökkva ljósin heldur þeir sem taka virkan þátt á fleiri sviðum en þeim sem snúa eingöngu að vinnunni. Efli þannig reynslu, tengslamyndum og heilbrigt líferni. Og forðist kulnun.

Það er líka svo áhugavert að rýna í afköst – sá sem er lengst gerir ekki endilega mest.

Ásta útskýrir vel hvernig hún misbauð líkama sínum með allt of mikilli vinnu. Vinnu sem er ákaflega eftirsóknarverð og lífsstíl sem myndi hala inn „læk“. Glæsileg hótel úti um allan heim, krefjandi verkefni og eldmóður á hverjum fundi.

Það er vissulega spennandi í einhvern tíma en svo þurfum við öll að velja hvernig líf við viljum. Að vinna minna þýðir ekki að gera það verr eða finnast minna vænt um vinnuna sína, það þýðir einmitt að maður hafi hug á að halda heilsu og neista til þess að endast í starfi.

Gera færri hluti og gera þá vel – um leið er gott að hugsa til þess hvað við þurfum í raun og veru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp svartsýnn og biðst afsökunar

Klopp svartsýnn og biðst afsökunar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“