fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020

Brengluð lífskjör

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 11:45

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður slær sér á lær yfir öllu volæðinu sem einkennir fréttir þessa dagana kemur sprengilægðin inn eins og stormsveipur og sannfærir mann um að það sé vart búandi á þessu skeri. Það var ekki nóg að álverið væri í bobba, Wuhan-kórónaveiran haldi fyrir manni vöku á næturnar, að rifist sé um sýndarmennsku á góðgerðarviðburði og allt logi í illdeilum á Hafró, þá þurfti að demba á okkur enn einu óveðrinu.

Það sem hefur án efa verið mest áberandi í fréttum í þessari viku og þeirri á undan er án efa verkfallsaðgerðir Eflingar sem beinast í þessu holli að Reykjavíkurborg. Sprengilægðin á ekkert í þær aðgerðir. Það er magnað að fylgjast með andstæðingum verkfalla sem hæst hafa; karlmenn um og yfir miðjan aldur, allir á asskoti fínum launum, sem skamma Eflingu fyrir baráttuna, fullyrða að verkfallsaðgerðir komi af stað höfrungahlaupi og stefni Íslandi í glötun, nánast. Segja margir hverjir að verkföll hafi aldrei neinu skilað, þrátt fyrir að verkfallsaðgerðir séu öflugasta vopn verkalýðsins og til þeirra gripið þegar öll önnur sund lokast.

Vissulega eru verkföll blóðug og koma illa við marga, það þarf ekkert að fjölyrða um það. Hins vegar er þetta afar mikilvægt tól þegar ekki er hlustað, þegar ráðamönnum og fyrirtækjaeigendum er fyrirmunað að setja sig í spor vinnandi fólks í lægstu þrepum samfélagsins. Ég vona að Efling haldi í hörkuna og sætti sig ekki við eitthvert kropp, eins og stundum hefur gerst í sögu verkfalla á Íslandi, sérstaklega þegar kemur að hinum svokölluðu kvennastéttum. Það er fátt meira „anti climax“ en að fylgjast með hatrammri verkfallahrinu sem endar með lítilfjörlegum og skammarlegum samningum.

Hitt er svo það að ég vona innilega að þessar verkfallsaðgerðir verði til einhvers stærra og meira. Nú er unnið að því að koma lágmarkslaunum upp í fjögur hundruð þúsund krónur í nánustu framtíð. Það er algjörlega galið að Ísland sé orðið það dýrt að lágmarkslaun þurfi að vera svona há. Af hverju þarf Ísland að vera svona dýrt? Af hverju er húsnæðismarkaðurinn svona rotinn? Af hverju stundar lánastofnun á vegum ríkisins svo hatrammar innheimtuaðgerðir í húsnæðislánum? Af hverju tekur það mig ævina að borga upp námslánin mín? Af hverju fékk ég ekki einhverja niðurfellingu fyrir að standa mig vel? Af hverju titrar og skelfur debetkortið mitt alltaf þegar ég fer í Bónus? Af hverju þarf ég að borga fyrir að bíða á bráðamóttökunni klukkutímum saman og af hverju er ekki séns að lifa hér á lágum launum í starfi sem maður elskar?

Af hverju?

Eftir heilt ár þar sem varla var talað um annað en stöðugleika og góða fjárhagsstöðu ríkisins blasir nú við djúp efnahagslægð, þannig að ekki er ástandið að fara að batna. Yfirvöld og aðilar vinnumarkaðarins halda lífskjarasamningi hátt á lofti og berja sér á brjóst. Þessi samningur á að vera svar við öllu en það er nánast móðgun að tengja hann á einhvern hátt við lífskjör. Lífskjör eru ekki fólgin í því að fá að hætta 53 mínútum fyrr í vinnunni eða hækka í launum um nokkur þúsund krónur á ári. Lífskjör eru fólgin í því að ég geti haft öruggt þak yfir höfuðið og að börnin mín geti farið með hollt og gott nesti í skólann og iðkað tómstundir sem þau kjósa sjálf. Lífskjör er að finna í minna álagi á vinnustað, að hann sé vel mannaður svo ófremdarástand skapist ekki ef einhver verður veikur. Þau eru fólgin í betra fæðingarorlofskerfi, betra heilbrigðiskerfi, betra námslánakerfi.

Þessi umræða er nauðsynlegur fylgifiskur verkfallsaðgerða Eflingar. Ráðamenn þurfa bara að þora að ræða þessa hluti af hreinskilni en ekki blása sandi í augun á okkur sí og æ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einkunnir úr mikilvægum sigri Íslands í Slóvakíu

Einkunnir úr mikilvægum sigri Íslands í Slóvakíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stelpurnar sýndu karakter í mikilvægum sigri á Slóvakíu

Stelpurnar sýndu karakter í mikilvægum sigri á Slóvakíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Camavinga rekur umboðsmann sinn – Stóru hákarlarnir berjast um hann

Camavinga rekur umboðsmann sinn – Stóru hákarlarnir berjast um hann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rúnar Alex ver mark Arsenal í kvöld

Rúnar Alex ver mark Arsenal í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Læti í kringum kveðjustund Maradona: Fyrrum eiginkonan bannaði fyrrum unnustu að koma inn

Læti í kringum kveðjustund Maradona: Fyrrum eiginkonan bannaði fyrrum unnustu að koma inn
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki í fyrsta skipti sem J.Lo hermir eftir Beyoncé – og öfugt

Ekki í fyrsta skipti sem J.Lo hermir eftir Beyoncé – og öfugt
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool fær stuðningsmenn á völlinn – Bannað að mæta á leiki Í Manchester

Liverpool fær stuðningsmenn á völlinn – Bannað að mæta á leiki Í Manchester