fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Leiðari

Til hamingju með Kvenréttindadaginn – „Grátlega stutt síðan ég heyrði mann tala um „engar hæfar konur“ “

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 19. júní 2020 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV, 19 júní 2020.

Kæru konur, innilega til hamingju með Kvenréttindadaginn. Bleikur er einkennislitur dagsins og því tilvalið að klæðast bleiku í dag líkt og DV.is gerir.

19. júní er okkur öllum afar mikilvægur sem hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi, þar sem
því er fagnað að þann dag árið 1915
fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri,
kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Það er því viðeigandi að dómsmálaráðherra landsins, sem er ung öflug kona, prýði forsíðu blaðsins. Hún hefði reyndar ekki
fengið að kjósa árið 1915 sökum aldurstakmarka, sem sýnir enn og aftur að þetta mjakast – hægt, en mjakast þó – og hvert skref skiptir sköpum. Nú er svo komið að það þykir líklegt til vinsælda og er talið geta ýtt eldri hugmyndum um yfirvald
(miðaldra, hvítir karlmenn) upp um borð, að bera fyrir sig ungt fólk og konur. Ung kona hlýtur því að gefa tvö stig. En bara stundum!

Það er gott og blessað að samfélagið sé að átta sig á auðnum sem fólginn er í konum á öllum aldri og mikilvægi þess að blanda saman ólíku fólki, af öllum kynjum, sem víðast.

Menn sem hafa verið með VIP-lyftupassa frá fæðingu ættu þó að varast að húkka sér far ef það stefnir í röð í þeirra lyftu. Það gerir öllum gott að læra að bíða í röð með til-
heyrandi afsökunarbeiðni, sé stigið á tær. Það er nefnilega vannýtt fegurð fólgin í því átta sig á mistökum – og geta haft orð á þeim.

Álit kvenna og þátttaka þeirra í öllum málum – ekki síst stjórnmálum – er bráðnauðsynleg. Frumkvöðlar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur hafa með þátttöku sinni sýnt að kvenlegt innsæi og kraftur gerir
samfélagi okkar svo afskaplega gott.

Íslenskar konur eru hugrakkar og hafa verið óhræddar við að láta til sín taka. Það er því með ólíkindum að enn þurfi að réttlæta kynjakvóta. Það eru grátlega fáir dagar síðan ég hlustaði á mann tala um að „engar hæfar konur“ fengjust í starf sem hann var að auglýsa.

Því neita ég að trúa. Það þarf nefnilega að fara út úr lyftunni til að sjá að helmingurinn af fólkinu fyrir utan eru konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sonur Króla og Birtu fæddur

Sonur Króla og Birtu fæddur