fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020

Alþingisleikhúsið

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 2. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mr. Smith Goes to Washington er sígild kvikmynd frá gullöld Hollywood með Jimmy Stewart í aðalhlutverki. Hún fjallar um ungan skátahöfðingja sem narraður er af spilltum pólitíkusum til þess að taka sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings og sitja sem leiksoppur þeirra. Þegar hann kemst að því að hann hafi verið notaður til að hægt sé að sölsa undir sig skátaland, stígur hann í pontu og heldur þrumuræðu í 25 tíma samfleytt, svo nærri gengur af honum dauðum. Að lokum hefur herra Smith sigur og landi skátanna er bjargað.

Þessi kvikmynd er ein mesta óþurft sem komið hefur frá draumaverksmiðjunni enda upphefur hún málþóf. Hvað er 25 klukkutíma ræða annað en málþóf? Sama hversu innblásin og dramatísk sem hún er. Málþóf er einhver mesta meinsemd þingstarfa sem til er og óskiljanlegt af hverju ekki er löngu búið að setja reglur sem koma í veg fyrir það.

Óhætt er að segja að Miðflokksmenn hafi borið í bakkafullan lækinn í vikunni með maraþonmálþófi sínu á hinu háa Alþingi Íslendinga. Tími er dýrmætur, sérstaklega á þeim stöðum þar sem ákvarðanir um landsins nauðsynjar eru teknar. Afleiðingarnar eru áþreifanlegar. Guðmundur Ingi Þóroddsson hjá Afstöðu greinir frá því að vegna málþófsins hafi þurft að fella niður fund í allsherjar- og menntamálanefnd sem varðar sálfræðiþjónustu fanga. Hafði hann, ásamt fulltrúum frá nokkrum stofnunum og spítölum, verið boðaður til fundarins. „Það er sami leikaraskapurinn á Alþingi eins og í borginni,“ segir hann og það er rétt hjá honum. Miðflokksmenn eru langt frá því að vera einu leikararnir.

Ekki er um ný vinnubrögð að ræða í þessu dýrasta leikhúsi landsins. Þar hafa verið sett á svið hin ýmsu verk; kómedíur og tragedíur og allt þar á milli. Á stundum hefur frammistaða leikaranna verið svo sannfærandi að tilnefning til Óskarsverðlauna hefði verið við hæfi, og þá hvort tveggja fyrir besta handrit sem besta leik.

En minna má það ekki vera í ljósi þess kostnaðar sem skattgreiðendur á landi voru bera á herðum sér svo unnt sé að reka Alþingisleikhúsið svo sómi sé að. Fyrir slíkar upphæðir er ekki hægt að krefjast nokkurs annars en fyrsta flokks frammistöðu.

Annars ber það hæst í fréttum vikunnar að World Class-prinsessan Birgitta Líf eignaðist nýjan hvolp; Baby Bellu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
433
Fyrir 16 klukkutímum

2.deildin: Kórdrengir óstöðvandi – Sigur í fyrsta leik Hemma

2.deildin: Kórdrengir óstöðvandi – Sigur í fyrsta leik Hemma
433
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Góður sigur Leiknis – Enn tapar Magni

Lengjudeildin: Góður sigur Leiknis – Enn tapar Magni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði fernu og felldi Norwich – Deeney sá um Newcastle

Skoraði fernu og felldi Norwich – Deeney sá um Newcastle
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Eigandi fatarisa leysir frá skjóðunni um verðmæti fasteignaveldis síns

Eigandi fatarisa leysir frá skjóðunni um verðmæti fasteignaveldis síns
Fyrir 21 klukkutímum
Ja-ja ding dong
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Zlatan gefur í skyn að Milan sé ekki nógu gott fyrir hann: ,,Ibra ekki leikmaður fyrir Evrópudeildina“

Zlatan gefur í skyn að Milan sé ekki nógu gott fyrir hann: ,,Ibra ekki leikmaður fyrir Evrópudeildina“
433
Fyrir 22 klukkutímum

Samningurinn framlengdur eftir 15 mörk

Samningurinn framlengdur eftir 15 mörk