fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Leiðari

Af hverju brástu ekki strax við, frú Agnes?

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 9. september 2018 19:00

Þórir Stephensen og Agnes M. Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum fjallaði DV ítarlega um syndir kirkjunnar. Í öndvegi í þeirri umfjöllun var kynferðisbrot séra Þóris Stephensen, á árum áður, gegn tíu ára gamalli stúlku. Á sáttafundi á Biskupsstofu, sem Agnes biskup sat, viðurkenndi séra Þórir brot sín fyrir framan fórnarlamb sitt og baðst afsökunar þar á. Fundurinn fór fram árið 2015 og DV hefur það frá fyrstu hendi að fórnarlambið hafi engan sálarfrið öðlast að honum loknum. Þvert á móti var upplifun fórnarlambsins sú að forsvarsmenn Þjóðkirkjunnar álitu hana vera með vesen yfir löngu liðnum atburðum. Það var því sem rýtingur í hjarta hennar og aðstandenda að sjá séra Þóri Stephensen predika guðs orð við ólíklegustu tilefni á vegum kirkjunnar.

„Ég veit ekki hvort það sé neitt óeðlilegt við það í sjálfu sér,“ sagði Agnes í viðtali við DV þegar hún var spurð hvort henni þætti ekki óeðlilegt að séra Þórir tæki enn að sér slík verkefni. Hún sagði enn fremur að gerandinn þyrfti að finna það hjá sjálfum sér hvað væri við hæfi og hvað ekki. Á biskupi var að skilja að hún hafi hvorki viljað né getað hindrað séra Þóri Stephensen í að koma opinberlega fram fyrir hönd kirkjunnar.

Fréttaflutningur DV vakti mikla athygli og í kjölfar hans brást biskup loks við. „Kirkjan getur ekki, frekar en nokkur annar, leyft sér að stinga höfðinu í sandinn og það er afar mikilvægt að hún reyni stöðugt að bæta viðbrögð sín og spyrji sjálfa sig áleitinna spurninga,“ sagði Agnes í yfirlýsingu á Facebook-síðu embættisins.

Síðan þá hefur málið fengið að krauma undir yfirborði Þjóðkirkjunnar. Loks sauð upp úr þegar Agnes sendi tölvuskeyti á alla presta Þjóðkirkjunnar þar sem fram kom að hún hefði beðið séra Þóri um að koma ekki framar fram fyrir hönd stofnunarinnar. Enn fremur kom fram að séra Þórir ætlaði að verða við þeirri beiðni. Nánar er fjallað um málið á öðrum stað í blaðinu en stóra spurningin er þessi: Af hverju brástu ekki strax við, frú Agnes?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“
433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
Pressan
Í gær

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“