fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Íslendingur vann 14 milljónir í lottóinu og leitar ráða – Þetta segja landsmenn honum að gera

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 14 milljónir króna í lottóinu? Þessari spurningu varpaði einn ágætur Íslendingur fram í hinum fjölmenna Facebook-hópi Fjármálatips sem telur rúmlega 44 þúsund meðlimi.

„Góðan daginn. Ég var svo heppinn að vinna 14 milljónir í lottó og ég er búin að velta fyrir mér hvað væri best að gera við þennan pening í sambandi við fjárfestingu fyrir framtíðina. Var að spá hvort ég ætti að nota þennan pening til að borga niður lánið mitt sem stendur í 40 milljónum eða kannski sjá hvort hægt væri að kaupa aðra íbúð og leigja hana út? Hvað mynduð þið gera?

Óhætt er að segja að mörg áhugaverð svör hafi borist og eru ráðleggingarnar misskynsamlegar, eins og gengur og gerist.

Einn segir að viðkomandi hljóti að hafa fengið fría fjármálaráðgjöf og það sé um að gera að nýta sér hana. Flestir segja viðkomandi þó að skynsamlegast sé að greiða niður íbúðalánið.

„Borga niður. Ekki spurning,“ segir einn og annar bætir við: „Borga niður allan daginn. Sparar mikið í vaxtakostnað af 14 milljónum.“  Enn einn bætir við: „Allan daginn lækka skuldir. Þú getur þá heldur leikið þér með peninginn sem annars hefði farið í vexti af þessum 14 milljónum um hver mánaðamót ef því er að skipta.“

Ýmsir eru þó þeirrar skoðunar að það gæti borgað sig að kaupa íbúð eða jafnvel láta peninginn ávaxta sig í banka enda vextir háir um þessar mundir. „Láta helming inn á lán. Stofna Indò og sparnaðarreikning þar sem er með 8% vexti og rest þar inn. Bara þú tekur ákvörðun sem hentar þér og þínum fjárhag best,“ segir einn.

Svo eru þeir sem vilja að lottóvinningshafinn heppni njóti lífsins um fram allt. „Ég myndi fara á ógleymanlegt skrall í Asíu. Lifir bara einu sinni.“

Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 14 milljónir í lottóinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás