fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 08:03

Væri ekki gott að sleppa við gatnaframkvæmdir að degi til á höfuðborgarsvæðinu?Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök iðnaðarins (SI) skora á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka til skoðunar að láta gatnagerð á þeirra vegum fara fram utan álagstíma á daginn. Telja samtökin líklegt að þótt dýrara kunni að vera að malbika á kvöldin og nóttunni en á daginn geti líklegast hlotist samfélagslegur ábati af því þar sem almenningur og atvinnulífið sleppi við mikið óhagræði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að SI hafi sent sveitarfélögunum bréf um þetta.

„Eins og verklag umræddra framkvæmda hefur verið í sumar þá hefur fræsun og malbikun að meginstefnu verið framkvæmd á dagvinnutíma á virkum dögum með tilheyrandi umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu.“

Segir meðal annars í bréfinu. Einnig segir að aðildarfyrirtæki samtakanna hafi vakið athygli á því óhagræði sem tafir vegna malbikunar valda.

„Sér í lagi fyrirtæki sem grundvalla starfsemi sína á að koma til skila vörum eða sækja vörur, s.s. afhending á aðföngum eða sorphirða svo dæmi séu tekin.“

Einnig segir að framkvæmdaaðilum megi vera ljóst að verulegar umferðatafir verði þegar malbikað er að degi til, sérstaklega á umferðarþungum götum.

„Ljóst er að þetta felur bæði í sér óhagræði fyrir bæði atvinnulíf og almenning, svo ekki sé talað um umhverfisáhrif, svo sem losun gróðurhúsalofttegunda, þegar bílar eru langtímum saman í umferðarteppu.“

SI segja einnig að ábendingar hafi borist um að víða sé merkingum og viðvörunum um framkvæmdir, hjáleiðir og annað tengt framkvæmdunum ábótavant.

„Samtökin telja verulega mikilvægt að upplýsingaflæði, aðvaranir og leiðbeiningar séu með skýrum hætti og aðgengilegar, til að varna álagi kringum framkvæmdasvæði og liðka fyrir umferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“