fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Látið þingmennina mína vera !

Svarthöfði
Sunnudaginn 26. apríl 2020 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú getur Svarthöfði ekki setið á sér lengur. Hvaða uppþot er þetta vegna ósköp lítilvægra launahækkana hjá okkar æðstu ráðamönnum? Má ekkert lengur? Er afbrýðin og hatrið gegn þeim sem hafa það aðeins betra en við orðin þetta mikil?

Það myndi ekki hvarfla að Svarthöfða að gegna þingstörfum nema hann fengi fyrir það vænar fúlgur fjár, jafnvel óhóflegar fúlgur fjár. Enda eru þeir sem gegna þessu starfi ekkert öfundsverðir. Þetta er gífurlega flókinn stóladans þar sem reglurnar eru margar og flóknar. Ímyndum okkur það flóknasta borðspil sem við höfum spilað og flækjum það svo þrefalt. Þá höfum við grófa hugmynd um hvernig þessi pólitíski stóladans fer fram.

Þarna höfum við meiri­ og minnihluta. Minnihlutinn má vera með meirihlutanum í liði, en meirihlutinn má alls ekki vera með minnihlutanum í liði. Þá viðurkennir hann yfirburði minnihlutans að einhverju leyti og tapar leiknum. Minnihlutinn má helst ekki vera of sammála meirihlutanum, það væri nefnilega viðurkenning á að meirihlutinn stæði sig vel. Meira að segja minnihlutinn má ekki leika fallega endalaust með öðrum í minnihlutanum. Nei, það þarf að passa að engum minnihluta sé veitt meira en hinum. Því í minnihlutanum eru enn allir að dansa stóladansinn. Tónlistin stoppar nefnilega ekki almennilega fyrr en það eru kosningar.

Svo er það skotboltinn. Það þarf alltaf að gagnrýna hinn og þennan sem er ekki með þér í liði. Ná nógu góðu skoti. Pólitísku skoti. Vel getur verið að þessum sömu aðilum semji prýðilega utan þingsins, en það má helst enginn vita.

Svarthöfði sagði skilið við þessa barnalegu leiki í grunnskóla og tekur þá ekki upp nema fyrir fúlgur fjár. Fyrir utan það hvað þingmenn verða stöðugt að ritskoða sjálfa sig og passa upp á hegðun. Það má ekki skella sér á bar án þess að hafa varann á, í reynd mega þingmenn helst ekki fá sér í glas á almannafæri af hættu á að verða næsta stóra fréttamál. Það þarf að gæta að því hverjir vinir manns eru, hverjir óvinir manns eru. Svo er það náttúrulega flokkurinn og skuggastjórnendur þar sem þarf að friða, ganga hagsmuna þeirra og stíga ekki á röngu tærnar.

Ef Íslendingar þyrftu að fara eftir þessum reglum á sínum hefðbundnu vinnustöðum myndu þeir nú annaðhvort hætta í vinnunni eða fara fram á kauphækkun. En það virðast þingmennirnir ekki mega undir neinum kringumstæðum. Svarthöfði segir bara – Ef þér líkar þetta ekki, farð ÞÚ þá bara á þing. Því jafnvel ef ekki verður af þessum launahækkunum getur Svarthöfði fullvissað þig um að það er ekki gert í þágu almennings eða samfélagsins til að sýna samstöðu. Það er bara enn eitt útspilið í hinum endalausa Alþingis­stólaleiksskotbolta. Enn eitt úthugsaða útspilið sem mun alveg klárlega gagnast einhverjum og þú getur treyst því að sú manneskja ert ekki þú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu