fbpx
Föstudagur 19.september 2025

Konungsblæti Íslendinga

Svarthöfði
Laugardaginn 9. mars 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flott er að fá reista af sér brjóstmynd úr graníti eða bronsi. Enn þá flottara að fá heila styttu á áberandi stað í bænum. Ólafur Ragnar Grímsson er flottur karl og veit vel af því. Það kitlar því hégómann að fá brjóstmynd á Bessastöðum og máske mun stytta í fullri stærð rísa af honum í fyllingu tímans. Sem fyrrverandi ráðherra og forseti er Ólafur ígildi konungs hér á þessu landi, sem sárlega vantar og þráir blátt blóð.

Við Íslendingar erum hrifnir af konungum og það sést best á því hvernig við tilbiðjum forseta vorn. Það sama er ekki uppi á teningnum hjá til dæmis Þjóðverjum og Ítölum, sem einnig hafa valdalausa forseta. Það veit enginn hverjir forsetarnir Frank-Walter Steinmeier og Sergio Matterella eru. Ekki einu sinni Þjóðverjar og Ítalir sjálfir.

Íslendingar gerðu þau klunnalegu mistök að segja sig úr lögum við Danakonung og taka upp embætti forseta. Ef við gætum snúið til baka í DeLorean-tímavél myndum við ekki gera sömu mistökin heldur halda sambandinu við konung eða í versta falli taka upp eigin konungsætt. Það yrði að sjálfsögðu að vera fín ætt með ættarnafn eins og til dæmis Thors, Buch eða Kjerúlf.

Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru þær þjóðir sem við Íslendingar berum okkur sífellt saman við, fyrir utan Finna með sín háu kinnbein og fimmtán fallbeygingar. Danir, Svíar og Norðmenn eiga sínar konungsfjölskyldur sem þeir halda mikið upp á og skarta við öll helstu tækifæri. Þetta eru okkar fyrirmyndir.

Við upphefjum okkar forseta á stall með konungum og drottningum Norðurlanda. Setjum hann í kjólföt með borða, nælum í hann orður og komum honum fyrir í litlum kastala langt frá ys og þys miðborgarinnar. Forsetar, og reyndar biskupar líka, eru eina fólkið sem við titlum herra og frú.

Forsetar okkar eru ekki aldir upp frá blautu barnsbeini til að gegna embættinu og því hafa þeir mismunandi sýn á það. Munurinn á Ólafi og Guðna gæti ekki verið augljósari. Ólafur lítur á sig sem hálfguð en Guðni er vandræðalega alþýðlegur. Þeir þurftu hins vegar ekki að aðlagast embættinu, þjóðin aðlagaðist þeim.

Það sést best hversu konunglegan brag forsetaembættið okkar hefur þegar kemur að kosningum. Það er alltaf hitamál þegar nýr forseti er valinn, en þegar búið er að krýna hann þá er ekki aftur snúið. Það þykir argasti dónaskapur og föðurlandssvik að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Tilraun til valdaráns jafnvel.

Það er kominn tími til þess að við Íslendingar hættum þessu hálfkáki og viðurkennum að okkur langar sjúklega mikið í kóng og drottningu. Við getum þá leiðrétt mistökin frá 1944 og komið okkur saman um ættlegg til þess að taka við tigninni. Eða þá að biðja Margréti að taka aftur við okkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Palestínsk kona á Íslandi krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum

Palestínsk kona á Íslandi krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila