fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. júlí 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnalegt mál skekur nú Bretlandseyjar en líkamsleifar tveggja karlmanna fundust í ferðatöskum við eina frægustu brú landsins. Talið er að mennirnir tveir hafi verið myrtir og sundurlimaðir í Sheperds Bush-hverfinu í London en líkamsleifar þeirra síðan fluttar í áðurnefndum ferðatöskum til Bristol þar sem þær voru skyldar eftir við Clifton Suspension-brúnna þekktu.

Lögregla telur sig hafa mynd af  einum grunuðum í málinu sem sjá má hér fyrir neðan, en þessi einstaklingur  á að hafa komið ferðatöskunum fyrir samt vitorðsmanni og stendur umfangsmikil leit yfir. Greint var frá því nú fyrir stundu að einn maður, 36 ára gamall, hafi verið handtekinn í tengslum við málið en að það sé ekki maðurinn á myndinni.

Maðurinn sem lögregla auglýsir eftir

Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að henda ferðatöskunum í ánna sem rennur undir brúnna en vökulir vegfarendur hafi styggt hann og því hafi töskurnar orðið eftir á brúnni. Mennirnir tveir eru sagðir hafa verið í brasi með að lyfta töskunum sem bendir mögulega til þess að þær hafi verið sérstaklegar þyngdar svo að þær myndu sökkva til botns. Hjálpsamur vegfarandi hafi þá stokkið til að aðstoða þá og spurt þá í gríni, út af þyngdinni, hvort að lík væru í töskunum.

Breskir miðlar greina frá þvi að annar vegfarandi á hjóli hafi veitt manninum eftirför en hann hafi komist undan. Lögreglan telur að vitorðsmenn mannsins hafi náð í hann á bifreið og að öllum líkindum skutlað honum aftur til London.

Ekki hefur enn verið borið kennsl á líkin en rannsókn stendur yfir.

Á blaðamannafundi lögreglu ytra kom fram að líkin í ferðatöskunum eru talin tengjast vettvangi glæps í áðurnefndu Sheperds Bush-hverfi sem lögregla hefur til rannsóknar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum