fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Dæmd í 12 ára fangelsi fyrir að gefa 50 dollara til Úkraínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 07:30

Kesina Karelina. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk-bandaríska konan Ksenia Karelina var dæmd í 12 ára fangelsi af rússneskum dómara í síðustu viku. Hún hafði unnið sér til sakar að gefa 50 dollara til mannúðarhjálpar í Úkraínu.

Hún gaf peningana til mannúðarsamtaka í New York en þau styðja við börn og gamalt fólk í Úkraínu. Þetta gerði hún á fyrsta degi stríðsins.

Fyrir dómi kom fram að Karelina búi í Los Angeles en hún er bæði með rússneskan og bandarískan ríkisborgararétt. Bandaríska ríkisborgararéttinn fékk hún 2021.

Hún játaði sök þegar hún kom fyrir dóm.

Saksóknari sagði að hún hefði gefið peningana til úkraínskra samtaka sem hefðu síðan notað þá til að kaupa skotfæri fyrir úkraínska herinn auk fleiri hluta.

Samtökin Razom, sem hún gaf peningana, þvertaka fyrir að þau veiti Úkraínu hernaðarstuðning.

Karelina var handtekin af rússnesku leyniþjónustunni FSB í upphafi ársins þegar hún kom með flugi til Rússlands til að heimsækja fjölskyldu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári