

Hún gaf peningana til mannúðarsamtaka í New York en þau styðja við börn og gamalt fólk í Úkraínu. Þetta gerði hún á fyrsta degi stríðsins.
Fyrir dómi kom fram að Karelina búi í Los Angeles en hún er bæði með rússneskan og bandarískan ríkisborgararétt. Bandaríska ríkisborgararéttinn fékk hún 2021.
Hún játaði sök þegar hún kom fyrir dóm.
Saksóknari sagði að hún hefði gefið peningana til úkraínskra samtaka sem hefðu síðan notað þá til að kaupa skotfæri fyrir úkraínska herinn auk fleiri hluta.
Samtökin Razom, sem hún gaf peningana, þvertaka fyrir að þau veiti Úkraínu hernaðarstuðning.
Karelina var handtekin af rússnesku leyniþjónustunni FSB í upphafi ársins þegar hún kom með flugi til Rússlands til að heimsækja fjölskyldu sína.