fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2024 10:30

Christopher Scholtes ásamt dóttur sinni sem lést

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð á tveggja ára dóttur sinni.

Hinn 37 ára gamli Christopher Scholtes lagði fyrir framan heimili sitt í bænum Marana í vikunni en þá var tveggja ára dóttir hans sofnuð í aftursætinu. Þrátt fyrir að gríðarleg hitabylgja væri í fullum gangi, yfir 42 stiga hiti þennan dag, ákvað Scholtes að leyfa dóttur sinni að sofa áfram úti í bílnum og taldi að loftkæling bílsins myndi tryggja að allt yrði í lagi.

Svo virðist hins vegar sem að Scholtes hafi gleymt dóttur sinni í bílnum og að endingu drap bíllinn á sér með hræðilegum afleiðingum.

Þegar móðir stúlkunnar, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur á nærliggjandi sjúkrahúsi, kom heim úr vinnunni kom hún að stúlkunni meðvitundarlausri í bílnum. Endurlífgunartilraunir hennar báru ekki árangur.

Með því að skoða öryggismyndavélar nágranna komast lögreglan að því Scholtes hafði gleymt dóttur sinni í bílnum í þrjár klukkustundir en ekki liggur enn fyrir hvenær slokknaði á loftkælingunni.

Lögregluyfirvöld ytra sögðu harmleikinn enn eitt dæmi um hversu stórhættulegt það er að skilja börn og ferfætlinga eftir í bílum í miklum hita. Lífshættulegar aðstæður geti skapast á aðeins nokkrum mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin