fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Óttast dulbúna Wagnerliða – „Verður sífellt hættulegra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. júlí 2023 06:55

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjar hafa miklar áhyggjur af veru Wagnerliða í Belarús, sem á landamæri að Póllandi, og segir Mateusz Morawiecky, forsætisráðherra, að mörg hundruð Wagnerliðar hafi fært sig nærri bænum Grodno en hann er nærri pólsku landamærunum.

„Ástandið verður sífellt hættulegra,“ sagði Morawiecky á fréttamannafundi í vesturhluta Póllands. Hann sagði að Wagnerliðar muni mjög líklega dulbúast sem belarúskir landamæraverðir og hjálpa ólöglegu förufólki að komast inn í Pólland og þannig raska jafnvæginu í Póllandi.

Hann sagði að þetta geti jafnvel endað með að Wagnerliðar dulbúist sem förufólk. „Þeir munu mjög líklega reyna að komast til Póllands með því að þykjast vera förufólk og það eykur enn á hættuna,“ sagði hann.

Pólverjar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af straumi Wagnerliða til Belarús en þeir hafa hópast þangað eftir misheppnaða valdaránstilraun leiðtoga þeirra, Yevgeny Prigozhin, í júní.

Pólverjar hafa brugðist við þessum liðsafnaði Wagner í Belarús með því að flytja að minnsta kosti 1.000 hermenn að landamærunum við Belarús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Í gær

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla