fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Óttast dulbúna Wagnerliða – „Verður sífellt hættulegra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. júlí 2023 06:55

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjar hafa miklar áhyggjur af veru Wagnerliða í Belarús, sem á landamæri að Póllandi, og segir Mateusz Morawiecky, forsætisráðherra, að mörg hundruð Wagnerliðar hafi fært sig nærri bænum Grodno en hann er nærri pólsku landamærunum.

„Ástandið verður sífellt hættulegra,“ sagði Morawiecky á fréttamannafundi í vesturhluta Póllands. Hann sagði að Wagnerliðar muni mjög líklega dulbúast sem belarúskir landamæraverðir og hjálpa ólöglegu förufólki að komast inn í Pólland og þannig raska jafnvæginu í Póllandi.

Hann sagði að þetta geti jafnvel endað með að Wagnerliðar dulbúist sem förufólk. „Þeir munu mjög líklega reyna að komast til Póllands með því að þykjast vera förufólk og það eykur enn á hættuna,“ sagði hann.

Pólverjar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af straumi Wagnerliða til Belarús en þeir hafa hópast þangað eftir misheppnaða valdaránstilraun leiðtoga þeirra, Yevgeny Prigozhin, í júní.

Pólverjar hafa brugðist við þessum liðsafnaði Wagner í Belarús með því að flytja að minnsta kosti 1.000 hermenn að landamærunum við Belarús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“