fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Kínverjar vilja stemma stigu við uppgangi áhrifavalda – Tveir látnir eftir öfgafulla megrun og áfengisdrykkju

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. júní 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða er í Kína um að koma þurfi böndum á uppgang áhrifavalda í landinu sem sífellt ganga lengra í leit sinni að fleiri fylgjendum og auknum tekjum. CNN greinir frá.

Umræðan hefur farið á flug í kjölfar andláts hinnar 21 árs gömlu Cuihua sem freistaði þess að missa 100 kg af líkamsþyngd sinni með methraða. Cuihua var með þúsundir fylgjenda á Douyin-síðu sinni, sem er kínverska útgáfan af TikTok. Hún var í yfirþyngd, 156 kg en ætlaði með öfgafullum hætti að losa sig við megnið af þeirri þyngd.

Fylgjendur hennar fengu að fylgjast með þessari vegferð hennar, meðal annars erfiðum æfingum í kínverskum Bootcamp-búðum. Dánarorsök áhrifavaldsins liggur ekki fyrir en hún fann skyndilega fyrir vanlíðan í búðunum og var lögð inn á spítala. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt.

Þetta er ekki fyrsta skyndilega andlátið hjá kínverskum áhrifavaldi. Á dögunum lést annar áhrifavaldur, Sanqiange, eftir að hafa tekið þátt í drykkjuáskorun sem send var út í beinni útsendingu. Áskorunin fólst í kappdrykku á Baiju, sem er kínverskt áfengi sem svipar til vodka. Drakk áhrifavaldurinn sjö slíkar flöskur á skömmum tíma sem reyndist vera banvænt magn.

 

Sanqiange dó eftir drykkjuáskorun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér