fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Grátbiðja Pútín – Hættu að senda mennina okkar til slátrunar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 08:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir í einu eru óþjálfaðir rússneskir hermenn sendir „til slátrunar“ á vígvellinum í Úkraínu þar sem Úkraínumenn eru oft miklu fleiri. Þetta segir hópur rússneskra kvenna í myndbandi þar sem þær grátbiðja Vladímír Pútín um að hleypa mönnunum heim.

Myndbandið var birt á Telegram að sögn CNN sem segir að í myndbandinu sjáist hópur kvenna, sem eru giftar rússneskum hermönnum eða mæður hermanna, standa þétt saman og halda á skilti.

„Mennirnir okkar eru sendir á vígvöllinn eins og lömb sem á að slátra. Fimm í einu á móti 100 þungvopnuðum hermönnum andstæðingsins,“ segir ein kona í myndbandinu.“

Eftir hvern ósigurinn á fætur öðru í Úkraínu greip Pútín til herkvaðningar í september þar sem 300.000 menn voru kvaddir í herinn, þar á meðal menn þessara kvenna.

Þegar mennirnir voru sendir á vígvöllinn höfðu þeir aðeins fengið nokkurra daga þjálfun.

Erlendir fjölmiðlar hafa áður skýrt frá því að hermennirnir hafi verið sendir á vígvöllinn illa búnir og nær matarlausir. Einnig hafa borist fréttir af slagsmálum og ölvun meðal herkvöddu mannanna.

Ekkert bendir til að herkvöddu mennirnir fái að snúa heim á næstunni því heimildir úr innsta hring Pútíns herma að hann sé reiðubúin til að standa í stríði árum saman til að ná markmiði sínu um að ná Kyiv á sitt vald. Hann er sagður hafa í hyggju að kalla 500.000 menn til viðbótar í herinn en því hefur hann neitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“