The Telegraph skýrir frá þessu og segir að ekki sé útilokað að framleiðslu af þessu tagi verði hleypt af stokkunum í Úkraínu með leyfi bresku fyrirtækjanna.
Aðaltilgangurinn með þessu væri að létta aðeins á því hversu háðir Úkraínumenn eru vopnagjöfum frá Vesturlöndum.
Blaðið segir að framleiðendur frá öðrum Evrópuríkjum hafi einnig verið í Kyiv að ræða við ráðamenn um þetta.
Þessar heimsóknir koma í kjölfar heimsóknar Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, til Bretlands, Frakklands og Brussel í síðustu viku. Þar hvatti hann Vesturlönd til að bæta enn frekar í vopnasendingar til Úkraínu og fór fram á að fá orustuþotur.