fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, hefur fengið sig fullsaddan af því hvernig talað er um menntun leikskólakennara. Haraldur skrifar athyglisverða grein á Vísi þar sem fyrirsögnin er: Styttum nám lækna.

Hann byrjar pistilinn á kaldhæðnislegan hátt þar sem hann segir:

„Nú ríða um sveitir pólitískir knapar sem vilja bjóða sig fram til að leiða borgar- og sveitastjórnir í landinu. Eitt af því sem nokkrir þeirra leggja til er að stytta nám heimilislækna til að fjölga þeim hraðar og banna þeim með lögum að starfa annars staðar en á heilsugæslustöðvum sveitarfélaga. Þeir segja að það skipti engu máli að vera með vel menntaða lækna enda er bæði hægt að googla og einnig veit ChatGPT allt um læknisfræði, svo engin þörf er á að liggja yfir fræðum í mörg ár í skóla til að verða læknir.”

Haraldur tekur svo fram að um fásinnu sé að ræða enda hafi engum dottið þessi vitleysa í hug.

„Þessi hugmynd dúkkar hins vegar reglulega upp í umræðu um kennaraskort í leikskólum,“ segir hann í grein sinni og bætir við að hún sé byggð á mikilli fáfræði og fordómum fyrir menntunarfræði ungra barna.

„Þessir fordómar eru oft og iðulega settir fram af einstaklingum sem sjálfir eru vel menntaðir. Þeirra sýn er þá væntanlega að þeirra fræði séu auðvitað miklu mikilvægari og merkilegri en menntunarfræði ungra barna. Það virðist vera komin einhver sérstök bylgja pólitískra knapa sem er nákvæmlega sama um fagleg gæði náms í leikskólum. Einstaklinga sem telja sig þess umkomna að tala niður menntun kennara í leikskólum. Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun,“ segir Haraldur og bætir við að leikskólinn sé í öllum skilningi menntastofnun fyrir börn.

„Hann er samkvæmt lögum fyrsta skólastigið. Hans eina lagalega hlutverk felst í að tryggja börnum gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Gæði náms í leikskólum verða ekki tryggð nema með vel menntuðum kennurum,“ segir hann.

Haraldur nefnir að leikskólinn sé grunnur að námi barna og lykilinn að bættri menntun barna. Hann sé það skólastig þar sem mestu sóknarfærin finnast til að sækja fram og auka gæði náms allra barna. Að því leyti sé hann eitt stærsta jöfnunartæki samfélagsins.

„Nær allir þeir sem stunda nám í leikskólafræðum starfa samhliða við kennslu í leikskólum. Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám, sem er frábært. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Einnig höfum við með markvissri vinnu náð að jafna flæði kennara á milli skólastiga. Það er stórkostlegur árangur sem var svo sannarlega ekki týndur upp úr götunni,“ segir Haraldur sem bætir við að önnur lönd og ríki horfi öfundaraugum á þann lagalega ramma sem er utan um menntun kennara í leikskólum á Íslandi.

„Kæru knapar og annað meðreiðarfólk. Hættið því að tala niður til menntunar kennara í leikskólum og komið með okkur í það verkefni að gera frábæra leikskóla enn betri. Mótum framtíðina saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu