fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fréttir

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. janúar 2026 07:46

Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að nágrannaríki Venesúela gæti orðið næsta skotmark hernaðaraðgerða. Bandaríski herinn fór inn í Venesúela um helgina og handtók forseta landsins, Nicolas Maduro, og flutti hann til Bandaríkjanna.

Trump segir að yfirvöld í Kólumbíu, sem á landamæri að Venesúela, þurfi að gæta sín og að landinu sé stjórnað af „sjúkum manni“. Trump lét þessi ummæli falla á ferðalagi með Air Force One í gærkvöldi.

Trump virðist ekki vera neinn aðdáandi Gustavo Petro, forseta Kólumbíu, og sagði hann hefði „gaman af því að framleiða kókaín“. Ummæli Trumps féllu eftir að Petro lýsti árás Bandaríkjanna á Venesúela sem árás á fullveldi Rómönsku Ameríku.

„Kólumbía er líka mjög veik, stjórnað af sjúkum manni sem hefur gaman af því að framleiða kókaín og selja það til Bandaríkjanna, og hann mun ekki gera það lengi,“ sagði Trump.

Ekki stóð á svörunum þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að ráðist yrði í hernaðaraðgerðir gegn Kólumbíu: „Það hljómar vel fyrir mér.“

Óvíst er hvað tekur við í Venesúela eftir handtöku Maduro en Delcy Rodríguez, starfandi forseti landsins, kallaði eftir friði og viðræðum um lausn mála.

„Við setjum í forgang að stefna að jafnvægi og gagnkvæmri virðingu í alþjóðasamskiptum milli Bandaríkjanna og Venesúela,“ sagði Rodríguez. „Donald Trump forseti, þjóðir okkar og svæði okkar eiga skilið frið og samræður, ekki stríð. Þetta hefur alltaf verið boðskapur Nicolás Maduro forseta, og þetta er boðskapur allrar Venesúela núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“