fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. janúar 2026 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að Bandaríkjamenn séu í viðbragðsstöðu vegna fjöldamótmæla í Íran, tilbúnir að koma mótmælendum til bjargar.

Klerkastjórnin í Íran er alræmd fyrir mannréttindabrot og hefur meðal annars beitt baráttukonur gegn réttindum kvenna hörku í gegnum tíðina. Undanfarna daga hafa verið stigvaxandi mótmæli á götum úti í borgum Íran og hefur slegið í brýnu milli mótmælenda og lögreglu.

Helsta orsök ólgunnar núna virðist vera óánægja með hátt vöruverð í kjölfar hruns gjaldmiðilsins Rial. Mótmælendur hafa kallað eftir valdaskiptum í landinu. Samkvæmt frétt BBC hafa sex manns verið drepnir í mótmælunum.

„Ef Íran skýtur og drepur með ofbeldisfullum hætti friðsama mótmælendur, sem er þeirra vani, þá munu Bandaríkin koma þeim til bjargar. Við erum tilbúin í slaginn,“ segir Trump í færslu sinni. Skemmst er að minnast árásar Bandaríkjamanna og Ísraels á kjarnvorkuinnviði í landinu á síðasta ári vegna ásakana um að Íranir séu að þróa kjarnorkuvopn. Mikil spenna hefur verið um áraraðir milli Bandaríkjanna og Írans og hefur hún farið vaxandi í forsetatíð Trumps.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Í gær

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök