

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Í henni kemur fram að fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, hafi verið handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu og sat í gæsluvarðhaldi frá 19. desember uns það var sent úr landi fyrir áramótin. Fólkinu var jafnframt bönnuð endurkoma til Íslands í fimm ár.