fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Nærri áttræð kona féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. janúar 2026 11:30

Skipið New Statendam. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitað var að 77 ára gamalli konu sem féll útbyrðis af skemmtiferðaskipinu Nieuw Statendam um 65 kílómetra norðaustur af eyjunni Kúbu á nýjársdag.

Bandaríska landhelgisgæslan greindi frá þessu í morgun en skipið er í eigu bandaríska skipafélagsins Holland America Line. Leitað var með bæði skipum og þyrlu.

Í tilkynningu kemur fram að skipstjóri Nieuw Statendam hafi látið vita af slysinu og áhöfnin hafi tekið þátt í leitinni. Um átta klukkutímum eftir slysið var leitinni hætt en þá hafði leitarsvæðið spannað um 1790 ferkílómetra.

Skipið, sem tekur um 2700 farþega, hafði lagt af stað frá Fort Lauderdale í Flórídafylki þann 27. desember í vikuferð um Karíbahafið. Vegna slyssins var ákveðið að hætta við að sigla til Key West í Flórída eins og ferðaáætlunin sagði til um.

„Með mikilli sorg staðfestum við að gestur á Nieuw Statendam fór fyrir borð fyrr í dag á siglingu norður af Kúbu,“ segir í tilkynningu Holland America Line. „Fjölskylduaðstoðarteymi okkar styður fjölskyldu gestsins og hugur okkar eru hjá ástvinum á þessum erfiða tíma.“

Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar. Þá hefur heldur ekki verið greint frá því hvað olli því að hún féll útbyrðis, ef það er yfir höfuð vitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Í gær

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök