fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Fréttir

Þrír nýir forstöðumenn hjá Póstinum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. janúar 2026 15:39

Birgir, Haraldur og Stefanía. Myndir: Pósturinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Óli Snorrason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptakerfa hjá Póstinum. Hann hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2021 og sinnti áður starfi SAP hugbúnaðarsérfræðings. Birgir Óli er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og er í meistaranámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.

Haraldur Eyvinds hefur verið ráðinn forstöðumaður tæknireksturs og þróunar. Hann kemur til Póstsins frá Terra umhverfisþjónustu þar sem hann starfaði sem forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. Hann hefur einnig starfað sem stjórnandi á viðskiptalausnasviði Advania og sem stjórnandi á fjármálasviði Símans. Haraldur er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á vöru- og aðfangakeðjustjórnun og hefur auk þess sótt sér menntun í starfsmannamálum, tæknimálum og stjórnun og rekstri.

Stefanía Erla Óskarsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Hún hefur starfað í markaðsmálum um árabil og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af vörumerkjastýringu, stefnumótun og markaðsmálum. Hún kemur til Póstsins frá Advania þar sem hún starfaði sem markaðssérfræðingur og kom til dæmis.að stefnumótun og uppbyggingu vörumerkja félagsins. Stefanía er með meistaragráðu í vörumerkja- og samskiptastjórnun frá Copenhagen Business School og B.S. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

„Við hjá Póstinum erum í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar. Þau Birgir, Haraldur og Stefanía koma inn með fjölbreytta og mikla reynslu og þekkingu og munu án efa styrkja okkar góða hóp við að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu og stuðla að áframhaldandi vexti Póstsins,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sextugir menn í vanda eftir að leitað var í Peugeot-bíl þeirra

Sextugir menn í vanda eftir að leitað var í Peugeot-bíl þeirra
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Sviss: Eigendur barsins sem fuðraði upp og kostaði 40 manns lífið kenna ungri þjónustustúlku um

Harmleikurinn í Sviss: Eigendur barsins sem fuðraði upp og kostaði 40 manns lífið kenna ungri þjónustustúlku um
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi ætlar að segja skilið við Pírata – „Hugur og hjarta leita annað“

Borgarfulltrúi ætlar að segja skilið við Pírata – „Hugur og hjarta leita annað“