fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Barn með mislinga á Landspítalanum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í gær vegna mislinga sem greindust hjá ungu barni sem kom heim erlendis frá mánudaginn 5. janúar síðastliðinn.

Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að barnið hafi verið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 6. janúar síðastliðinn og verður haft samband við alla sem voru hugsanlega útsettir fyrir smiti.

Þá segir að sérstaklega hafi verið haft samband við þau flugfélög sem fluttu barnið þann 5. janúar og verða farþegar upplýstir um smithættu.

Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem smitar frá öndunarvegi. Einkenni geta komið fram hjá smituðum 1−3 vikum eftir smit. Þau sem hafa verið bólusett fyrir mislingum eða fengið mislinga áður smitast mjög ólíklega en ef það gerist eru einkenni oftast væg. Óbólusettir eru hins vegar í áhættu fyrir smiti og veikindum.

„Ef haft hefur verið samband við þig vegna hugsanlegrar útsetningar og þú færð einkenni eins og hita, kvefeinkenni, augnroða og/eða útbrot á húð á næstu 2−3 vikum, sérstaklega ef þú hefur ekki verið bólusett(ur) við mislingum, eða ekki fengið mislinga, hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við lækni/heilsugæslu símleiðis (1700 á höfuðborgarsvæði) eða gegnum netspjall Heilsuveru. Vinsamlegast mætið ekki á heilsugæslu eða sjúklingamóttöku án þess að hafa fyrst samband.

Ef þú telur þig vera óbólusettan og vilt láta bólusetja þig við mislingum, hafðu samband við lækni/heilsugæslu símleiðis (1700 á höfuðborgarsvæði) eða gegnum netspjall Heilsuveru. Athugið að bólusetning vegna útsetningar þarf að eiga sér stað ekki seinna en 8. janúar tengt fluginu og 9. janúar tengt Barnaspítala.“

Frekari upplýsingar um mislinga má finna á vef embættis landlæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð