fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. janúar 2026 07:46

Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að nágrannaríki Venesúela gæti orðið næsta skotmark hernaðaraðgerða. Bandaríski herinn fór inn í Venesúela um helgina og handtók forseta landsins, Nicolas Maduro, og flutti hann til Bandaríkjanna.

Trump segir að yfirvöld í Kólumbíu, sem á landamæri að Venesúela, þurfi að gæta sín og að landinu sé stjórnað af „sjúkum manni“. Trump lét þessi ummæli falla á ferðalagi með Air Force One í gærkvöldi.

Trump virðist ekki vera neinn aðdáandi Gustavo Petro, forseta Kólumbíu, og sagði hann hefði „gaman af því að framleiða kókaín“. Ummæli Trumps féllu eftir að Petro lýsti árás Bandaríkjanna á Venesúela sem árás á fullveldi Rómönsku Ameríku.

„Kólumbía er líka mjög veik, stjórnað af sjúkum manni sem hefur gaman af því að framleiða kókaín og selja það til Bandaríkjanna, og hann mun ekki gera það lengi,“ sagði Trump.

Ekki stóð á svörunum þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að ráðist yrði í hernaðaraðgerðir gegn Kólumbíu: „Það hljómar vel fyrir mér.“

Óvíst er hvað tekur við í Venesúela eftir handtöku Maduro en Delcy Rodríguez, starfandi forseti landsins, kallaði eftir friði og viðræðum um lausn mála.

„Við setjum í forgang að stefna að jafnvægi og gagnkvæmri virðingu í alþjóðasamskiptum milli Bandaríkjanna og Venesúela,“ sagði Rodríguez. „Donald Trump forseti, þjóðir okkar og svæði okkar eiga skilið frið og samræður, ekki stríð. Þetta hefur alltaf verið boðskapur Nicolás Maduro forseta, og þetta er boðskapur allrar Venesúela núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins
Fréttir
Í gær

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvartaði yfir bólusetningum ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum

Kvartaði yfir bólusetningum ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum