fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. janúar 2026 22:00

Ekki er algengt að fólk á tíræðisaldri fremji alvarlega glæpi, hvað þá morð. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á tíræðisaldri var handtekinn í Kaliforníu fyrir að skjóta eiginkonu sína til bana á bílastæði. Ekki hefur verið greint frá hvers vegna hann framdi þetta ódæði.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Maðurinn, sem heitir Richard Hocking, og er 93 ára að aldri hringdi og gaf sig fram við lögregluna í borginni Fremont, skammt frá San Francisco, laust eftir hádegi síðastliðinn laugardag, 3. janúar. Sagðist hann hafa skotið eiginkonu sína.

Lögregla var send á staðinn og sagt að þar væri maður sem vildi gefa sig fram. Þegar lögregluþjónar komu á staðinn, um klukkan 12:22, stóð Richard við hliðina á bílnum sínum. Inni í bílnum sáu þeir eiginkonu hans meðvitundarlausa alvarlega særða.

Ekki greint frá ástæðu

Skömmu seinna var konan úrskurðuð látin á staðnum. Ekki hefur verið greint frá nafni hennar en hún var 86 ára gömul.

Richard Hocking var handtekinn og færður á lögreglustöðina í Fremont. Að sögn lögreglu gaf hann þar skýrslu og greindi þar frá því hvers vegna hann skaut eiginkonu sína. Lögreglan hefur hins vegar ekki greint frá þeim vitnisburði.

Var hann færður í gæsluvarðhald og ákærður vegna gruns um morð með byssu. Saksóknarinn í Alameda sýslu mun fara með málið fyrir hönd ákæruvaldsins.

Lögregla róar íbúa

Í frétt People um málið segir að óvíst sé hvort að Richard Hocking sé búinn að fá verjanda í málinu. Hafi blaðið spurst fyrir um það en saksóknaraembættið ekki svarað.

Í Fremont búa um 230 þúsund manns, en um 7,6 milljón á öllu Flóasvæðinu í kringum San Francisco. Lögreglan í borginni hefur sagt málið vera einangrað atvik og íbúar þurfi ekki að hafa áhyggjur.

Morð á hjúkrunarheimili

Ekki er algengt að fólk á tíræðisaldri fremji alvarleg afbrot, hvað þá morð. Það er þó ekki einsdæmi.

Til að mynda var 95 ára kona, Galina Smirnova, ákærð í haust fyrir morð á 89 ára gamalli konu sem deildi með henni herbergi á dvalarheimili í Brooklyn hverfi í New York borg.

Fórnarlambið, Nina Kravtsov, var fædd í Úkraínu og hafði lifað helförina af. Talið er að Smirnova hafi barið hana til dauða í höfuðið og andlit með fótstigi af hjólastól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð
Fréttir
Í gær

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Í gær

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara