

Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Vísir greinir frá.
Lögregla fékk tilkynningu um slysið rétt fyrir miðnætti að kvöldi þriðjudagsins 30. desember. Konan var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin.
Málið er rannsakað sem slys og hefur enginn verið handtekinn.
Ekki liggur fyrir hvort konan sem lést var íslensk eða erlend.