fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Pressan
Þriðjudaginn 9. september 2025 08:00

Frá Gasaborg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher hefur skipað „öllum íbúum“ Gasaborgar að yfirgefa borgina vegna yfirvofandi árásar hersins á hana. Ísraelsmenn hafa varað við auknum hernaðaraðgerðum á svæðinu ef Hamas sleppir ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að talsmaður hersins, Avichay Adraee, hafi tilkynnt á samfélagsmiðlinum X að gripið verði til „viðamikilla“ aðgerða og varaði hann íbúa við því að vera á svæðinu.

„Ísraelsher er staðráðinn í að sigra Hamas og mun beita miklu afli til þess,“ segir hann og eru íbúar hvattir til að í átt að „mannúðarsvæðinu“ í Al-Mawasi.

Þetta kemur í kjölfar þess að öryggisráð Ísraels samþykkti í síðasta mánuði áætlun um að taka stjórn á borginni þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna búa.

Í reynd er Ísrael að skipa allt að einni milljón manns að yfirgefa stærstu þéttbýlismyndun Gasa-svæðisins og fara til þess sem landið kallar „mannúðarörugga svæðið“ í al-Mawasi, sunnar.

Ísraelsher segir að matur og læknisaðstoð sé í boði í al-Mawasi en í frétt BBC er bent á að svæðið og önnur svokölluð „örugg svæði“ hafi ítrekað verið sprengd í stríðinu. Segja Sameinuðu þjóðirnar að enginn staður á Gasa megi teljast öruggur.

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að meira en 50 byggingar hafi verið sprengdar af flugher Ísraels síðustu daga og bætti við að það væri aðeins upphafið að umfangsmestu aðgerðunum – það er landhernaði í Gasaborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“