fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Ákært vegna hnífstunguárásar unglings við íþróttahús Gróttu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. september 2025 12:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveggja ára gamall maður hefur verið ákærður vegna tveggja líkamsárása sem hann er sagður hafa framið við íþróttahús Gróttu að Suðurströnd 8 á Seltjarnarnesi fyrir fjórum árum, þegar ákærði var 18 ára gamall.

Ákæruliðir eru tveir en unglingurinn réðist á tvo aðra menn. Annars vegar er hann ákærður fyrir líkamsárás, fyrir að hafa veist með ofbeldi að manni og slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að brotaþoli féll aftur fyrir sig í götuna með þeim afleiðingum að hann hlaut handarbrot, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi.

Hins vegar er hann ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, á sama tíma, í kjölfar af hinni árásinni. Veittist hann með ofbeldi að öðrum manni, sló hann hnefahöggi í höfuðið og stakk hann með hnífi í vinstri síð. Hlaut brotaþoli langan og djúpan skurð á brjóstkassa og mar á lunga.

Hvor brotaþoli fyrir sig krefst 2,6 milljóna króna í miskabætur.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 15. september næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“