fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. september 2025 12:00

Margaret Thatcher Mynd-biography.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margaret Thatcher, „Járnfrúin“ svokallað, sem leiddi Íhaldsflokkinn breska til sigurs í þingkosningum árið 1979 og var forsætisráðherra Bretlands í ellefu ár, gæti hafa verið á einhverfurófi. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu, The Incidental Feminist eftir Tina Gaudoin, sem kemur út í vikunni þar sem persónueinkenni hennar eru skoðuð í ljósi nútímagreininga.

Í umfjöllun Daily Mail um bókina kemur fram að Thatcher hafi verið þekkt fyrir að vera klaufaleg félagslega, hafa óbeit á innihaldslausu hjali sem tíðkast í veislum og mannfögnuðum, beinskeyttan málflutning og takmarkaðan húmor.

Ný gögn – þar á meðal um 150 einkabréf til eldri systur hennar, Muriel Cullen – sýna að hún átti erfitt með að lesa félagslegar aðstæður, tók orðatiltæki bókstaflega og hafði sérstakan áhuga á þröngum sviðum eins og klæðnaði, pólitík og trúmálum.

Sérfræðingar benda á að slíkt sé einkennandi fyrir þá sem eru á einhverfurófi. Höfundur bókarinnar telur að ef Thatcher hefði verið greind í dag væri hún líklega flokkuð á fyrsta stigi einhverfurófs með svokallaða Asperger-heilkenni.

Þrátt fyrir þessa eiginleika, eða kannski einmitt vegna þeirra, náði Tatcher ótrúlegum árangri í pólitík. Hún lét lítið fyrir sér fara í félagslegum samskiptum en sýndi ótrúlega einbeitni, var óhrædd við að standa ein og lét sér litlu skipta hvort hún væri vinsæl eða ekki.

Samstarfsmenn lýsa henni sem ólíklegri til að skilja brandara eða ýmsar vísbendingar í tali og framkomu fólks en á sama tíma beinskeyttri og óhræddri við að segja það sem aðrir hugleiddu en þorðu ekki að koma orðum að. Þeir sem störfuðu með henni segja að hún hafi nánast verið ónæm fyrir gagnrýni og óánægju annarra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensku strákarnir úr leik en gráti næst yfir stuðningnum – Myndband

Íslensku strákarnir úr leik en gráti næst yfir stuðningnum – Myndband