fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 14:30

Kirkjur eru að lenda í vandræðum út af ágangi ferðamanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendum ferðamönnum finnst undarlegt að vera lokaðir úti frá Hallgrímskirkju á meðan þjónusta er í gangi. Ferðamaður lýsir því að aðrir ferðamenn hafi orðið vonsviknir og reiðir út af þessu og farið í þjósti.

„Við Hallgrímskirkju eru ferðamenn gáttaðir á að kirkjan sé lokuð… fyrir kirkjuþjónustu,“ segir ferðamaðurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Segir hann að í kringum 50 manns hafi gengið upp að skiltinu og farið burtu hneykslaðir og með þjósti þegar þeir sáu að það væri lokað.

Var hann hneykslaður á þessu og segist sjálfur skilja vel að kirkjan sé lokuð. Hann hafi heyrt setningar eins og:

„En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“ og „Kannski eru hliðardyr sem við getum komist inn um.“

Sjálfur segist hann bara hafa slakað á, fengið sér að borða í nágrenninu og beðið eftir því að þjónustunni lyki.

„Þetta var fallegur dagur svo við fórum í garðinn og tókum myndir. Þegar guðsþjónustan var búin höfðu ábyggilega um tvö hundruð manns farið í burtu í fýlu út af kirkjan var ekki opin,“ segir hann hneykslaður á tilætlunarseminni. „Að fólk geti verið svona óþolinmótt að það vill frekar strunsa burtu í fýlu en að bíða smá er ofar mínum skilningi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Í gær

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum
Fréttir
Í gær

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af
Fréttir
Í gær

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands