fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 13:30

Engu var til sparað í brúðkaupinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríska brúðurin sem gifti sig á Íslandi í sumar við pomp og prakt hefur verið gagnrýnd fyrir að breyta nafni sínu og taka upp nafn eiginmanns síns. Hún er dóttir milljarðamærings sem sagði að hún verði að hlíða eiginmanni sínum í einu og öllu.

Mikið var fjallað um stjörnubrúðkaupið á Íslandi í sumar þegar nígeríska leikkonan Temi Otedola, dóttir milljarðamæringsins Femi Otedola, gekk að eiga söngvarann Oluwastosin Ajibade, sem gengur undir listamannsnafninu Mr. Eazi. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og veislan í Kjósinni, þar sem reist var glerhýsi.

Engu var til sparað og glæsikerrur fluttar inn til landsins til að ferja gesti á milli staða. En Ísland var ekki eini staðurinn þar sem athöfnin fór fram. Parið hnýtti hnútinn einnig í Dúbai og Mónakó.

Ekkert mál að halda nafninu

Eftir athöfnina tók Temi upp nafn eiginmanns síns og heitir nú Temi Ajibade. Þetta hefur vakið upp umræðu í heimalandinu um hvort rétt sé að brúður taki ávallt upp nafn eiginmanns síns. Hér sé um að ræða fræga leikkonu úr frægri fjölskyldu.

„Fyrir allar stúlkur sem eru að hugsa um að gifta ykkur, þá getið þið klárlega haldið nafninu ykkar eftir athöfnina, og ég tel að þið ættuð að gera það,“ sagði nígeríska kvenréttindakonan Rachelle á samfélagsmiðlum. „Ég hef verið gift í fjögur ár, hef flutt, eignast barn, átt sameiginlegan bankareikning, ferðast með barnið mitt og þetta er ekkert mál. Ekki láta neinn ljúga að ykkur.“

Aðrir hafa spurt hvort eðlilegra sé að bera nafn föður síns. Þá hafa enn aðrir sagt að nafnið skipti ekki öllu máli, ást, trúnaður og persónuleiki skipti mun meira máli. Heilt yfir er óhætt að segja að  nafnabreyting Temi Otedola hafi vakið upp umræðu sjálfsmynd, menningu og til hvers sé ætlast til af nígerískum konum þegar þær gifta sig.

Verði að hlíða eiginmanninum

Þá hefur ræða Femi Otedola, föður brúðarinnar, í brúðkaupinu ekki lagst vel í alla í heimalandinu. En hann er meirihlutaeigandi í orkufyrirtækinu Geregu Power.

Femi Otedola er vellauðugur olíukóngur. Mynd/Getty

„Þú fannst frábæran gaur, mjög góðan gaur, blessaðan gaur. Hann kemur úr mjög góðri fjölskyldu. Eitt ráðlegg ég þér … Þú verður að láta undan geðþótta og geðshræringum eiginmanns þíns. Allt í lagi? Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur,“ sagði Femi eins og greint er frá í miðlinum Naija News.

Innfluttur siður

Hefur fólk skipst í fylkingar yfir þessum orðum. Það er sumir segja að þau lýsi virðingu fyrir nígerískum hefðum og ást til brúðhjónanna en aðrir að þau lýsi afturhaldssemi og þetta sé innflutt hefð.

„Að breyta nafninu eftir giftingu er vestræn menning, ekki afrísk,“ sagði einn netverji í umræðum um málið en benti á að málið væri tvíeggja. „Í Nígeríu er það ekki lagaleg skylda að breyta nafninu. Temi Otedola ákvað að breyta hennar nafni, það var hennar ákvörðun. Virðum ákvarðanir kvenna, ráðumst ekki á þær.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Í gær

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum
Fréttir
Í gær

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af
Fréttir
Í gær

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands